Framkvæmdastjóri Ford vill loka umboðum og hætta að auglýsa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júní 2022 07:02 Jim Farley, framkvæmdastjóri Ford. Jim Farley vill selja rafknúna Ford bíla á netinu, losa Ford við lagerstöðu umboðanna og breyta núverandi sölustöðum í háklassa þjónustumiðstöðvar. Ford vill gera hlutina öðruvísi á meðan fyrirtækið kemur sér fyrir á rafbílamarkaði. Jim Farley flutti ræðu nýlega þar sem hann staðfesti áætlanir sínar um að uppsafnaður lager verði losaður og umboð gerð að þjónustumiðstöðvum. Farley staðfesti að Ford ætlar að selja rafbíla á netinu, þar er ekki hægt að þrætta um verðið og umboðsaðilar sem eru með fullar geymslur af forpöntuðum bílum munu heyra sögunni til. Ford F-150 Lightning. „Við verðum að snúa okkur að óumsemjanlegu verði. Við verðum að fara 100% á netið og hætta að vera með lager á mörgum stöðum. Við viljum engan lager, 100% fjarafgreiðslu og sendingar,“ sagði Farley við. Stafræn bílasala, þar sem kaupendur nota einungis heimasíðu til að panta bíla, jafngildir þriðjungi allrar sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum. Í samtali við Bloomberg bætti Farley við að hann ætlaði að hætta alveg að auglýsa bíla framleiðandans alveg. Ford er í dag einn stærsti kaupandi auglýsinga í heiminum. Ford eyðir rúmlega 3 milljörðum dollara í auglýsingar á ári sem jafngildir um 389 milljörðum króna. Ford keypti engar auglýsingar fyrir Munstang Mach-E og F-150 Lightning og báðir eru uppseldir. Þegar kemur að rafbílum „er ég ekki viss um að við þurfum auglýsingar,“ sagði Farley. Vistvænir bílar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Ford vill gera hlutina öðruvísi á meðan fyrirtækið kemur sér fyrir á rafbílamarkaði. Jim Farley flutti ræðu nýlega þar sem hann staðfesti áætlanir sínar um að uppsafnaður lager verði losaður og umboð gerð að þjónustumiðstöðvum. Farley staðfesti að Ford ætlar að selja rafbíla á netinu, þar er ekki hægt að þrætta um verðið og umboðsaðilar sem eru með fullar geymslur af forpöntuðum bílum munu heyra sögunni til. Ford F-150 Lightning. „Við verðum að snúa okkur að óumsemjanlegu verði. Við verðum að fara 100% á netið og hætta að vera með lager á mörgum stöðum. Við viljum engan lager, 100% fjarafgreiðslu og sendingar,“ sagði Farley við. Stafræn bílasala, þar sem kaupendur nota einungis heimasíðu til að panta bíla, jafngildir þriðjungi allrar sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum. Í samtali við Bloomberg bætti Farley við að hann ætlaði að hætta alveg að auglýsa bíla framleiðandans alveg. Ford er í dag einn stærsti kaupandi auglýsinga í heiminum. Ford eyðir rúmlega 3 milljörðum dollara í auglýsingar á ári sem jafngildir um 389 milljörðum króna. Ford keypti engar auglýsingar fyrir Munstang Mach-E og F-150 Lightning og báðir eru uppseldir. Þegar kemur að rafbílum „er ég ekki viss um að við þurfum auglýsingar,“ sagði Farley.
Vistvænir bílar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent