„Að gefa út bók er algjör berskjöldun“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. júní 2022 20:00 Elsa Margrét var að senda frá sér sína fyrstu bók, Dansað í friði. Aðsend Elsa Margrét Böðvarsdóttir gaf út sína fyrstu bók Dansað í friði í maí síðastliðnum. Elsa Margrét er viðskiptafræðingur og viðurkenndur bókari að mennt en hún ákvað loks á fimmtugsaldri að nota vinstra heilahvelið meira og hvíla það hægra og gefa sig á vald listsköpunar, sem hafði legið í dvala að mestu síðan á unglingsárum. Blaðamaður heyrði í Elsu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim. Bókin segir frá Mörtu, sem er að stíga sín fyrstu skref fjarri heimahögum og vinum, í Háskóla Íslands. Fyrir þann tíma hefur líf hennar farið þá leið sem hún hafði valið sér. Hún er jarðbundin og tekur sjaldnast áhættur. Því kemur hún sjálfri sér á óvart með að hella sér út í félagslífið í skólanum. Afdrifarík ákvörðun leiðir hana á vit ævintýra erlendis þar sem hún finnur ástina. Voveiflegur atburður fær hana til að taka stóra ákvörðun um líf sitt, sem verður að risavöxnu verkefni og dansinn verður fyrirferðamikill hluti af hennar framtíð. Bókarkápan fyrir Dansað í friði.aðsend Hvaðan sóttir þú innblástur fyrir bókinni Dansað í friði? Mér finnst dans svo magnað fyrirbæri að mig langaði að koma fjölbreytileika og eiginleika hans fyrir í bókinni minni. Ég fór að bera mikla virðingu fyrir honum þegar ég starfaði í starfaskiptafélaginu AIESEC á mínum háskólaárum. Þá fór ég á nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur, þar sem var mikið dansað. Þarna voru fulltrúar margra þjóða komnar saman og sumir þeirra töluðu ekki einu sinni ensku, en það gátu allir dansað saman, þvert á öll tungumál og menningu. Hvað varðar aðrar bækur þá hef ég verið voðalega upptekin að lesa íslenskar gæða bókmenntir eftir fræga karlkyns höfunda og talaði mig niður og sagði sjálfri mér að þetta gæti ég aldrei gert, ég gæti aldrei skrifað svona bækur. Einnig las ég mikið af ævintýrabókum eins og Harry Potter og Lord of The Rings. Í raun var það við komu Storytel og endurkomu Ísfólksins sem ég fór að trúa því að ég gæti alveg örugglega skrifað eitthvað sem einhverjir myndu hugsanlega líka nenna að lesa, og ég fór að detta meira inn í afþreyingarlestur eins og Jenny Colgan bækurnar. Þessar bókmenntir lögðu grunnin að því að mig langaði að máta mig við ritlistina og með sparki frá markþjálfa varð svo Dansað í friði til. Fylgir þú ákveðnu ferli þegar þú skrifar eða koma hugmyndirnar og flæðið á skrifum til þín á handahófskenndum tímum? Ef ég fæ stórkostlega hugmynd þá reyni ég að koma henni á blað sem fyrst, bara nokkur stikkorð. Síðan fær hugmyndin að vaxa í höfðinu, þar til ég get gert beinagrind. Ég skrifa mjög línulega, en stundum varð maður bara að hlaupa áfram með einhverja hugmynd sem átti að gerast seinna í bókinni. Ég þyrfti eiginlega að geta lokað mig alveg af þegar ég er að skrifa. Sögurnar halda bara áfram að koma, þó ég leggi frá mér tölvuna. Þetta varð stundum til þess að ég var alveg í mínum eigin heimi og gleymdi oftar en ekki hvert ég var að fara á bílnum. Ég endaði einu sinni í Hafnarfirði á leið minni frá Reykjavík og heim í Kópavoginn, þar sem bókin hélt vitundinni föstum tökum. Að endingu fór ég ein í bústað og kláraði bókina þar, vann frá sjö á morgnana til tólf á kvöldin með matar og pottapásum í fimm daga. Þar varð tveir þriðju hlutinn til. Og já, ég tók fjóra áfanga í hraðritun í vélritun í fjölbraut, sem er að skila sér í miklum fjölda orða á stuttum tíma. Hvernig er tilfinningin að setja lokapunktinn á sögu og senda frá sér bók? Ég hef notað mikið upp á síðkastið það ófrumlega orð skrítið. Tilfinningin er skrítin. Ég var svo hamingjusöm þegar ég sá að ég hafði náð að skrifa heila bók, að orðafjöldinn væri nægur. Ég hafði fulla trú á að ég gæti skrifað smásögu, svo þetta kom mér mikið á óvart. Ég sveif á bleiku skýi þarna í sumarhúsinu þegar fyrsta uppkasti var lokið. Tilfinningin var svipuð og eftir brúðkaupið mitt og þegar ég fæddi börnin mín, bara algjör alsæla sem entist í margar vikur. En þá var stærsta þrautin eftir. Að finna einhvern sem var tilbúinn í að gefa hana út fyrir mig. Og þvílík heppni. Ég komst að hjá útgefanda sem kolféll fyrir sögunni og var jafnvel stundum spenntari en ég fyrir útgáfunni. Að gefa út bók er algjör berskjöldun. Ég er að opna öllum aðgang að heila mínum og hugsunum, og maður er hræddur um að verða stimplaður eitthvað. Sjálf er ég alveg rosalega gagnrýnin á bókina þegar ég les hana aftur yfir og verð hrædd um að eitthvað eigi eftir að fara fyrir brjóstið á lesendum. Hver myndir þú segja að væri markhópur bókarinnar? Ég held því miður að sá hópur sem bókin myndi falla mest í kramið hjá er á aldrinum 20-30 ára, en ég held að sá hópur sé frekar óvirkur í bókalestri. Ég vona samt að það sé ekki alveg rétt hjá mér. Sagan fjallar um unga konu frá því að hún hefur nám í Háskóla Íslands og í nokkur ár eftir það. Og á þessum tímum er mikið um djamm og skot, sem þessi aldurshópur ætti að tengja við og mikið þroskaferli. Ég hef heyrt frá fólki á öllum aldri sem finnst bókin skemmtileg lesning. Ég hélt á tímabili að þessi bók myndi höfða frekar til kvenna, en ég hef eiginlega fengið sterkari viðbrögð frá karlmönnum sem hafa lesið hana. Þetta er klassa drama, en líka heimspekilegar hugleiðingar í bland. Þó er rómansinn stóra málið, eins og er oftast á þessum ungdómsárum sem söguhetjan Marta er á. Bókmenntir Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Bókin segir frá Mörtu, sem er að stíga sín fyrstu skref fjarri heimahögum og vinum, í Háskóla Íslands. Fyrir þann tíma hefur líf hennar farið þá leið sem hún hafði valið sér. Hún er jarðbundin og tekur sjaldnast áhættur. Því kemur hún sjálfri sér á óvart með að hella sér út í félagslífið í skólanum. Afdrifarík ákvörðun leiðir hana á vit ævintýra erlendis þar sem hún finnur ástina. Voveiflegur atburður fær hana til að taka stóra ákvörðun um líf sitt, sem verður að risavöxnu verkefni og dansinn verður fyrirferðamikill hluti af hennar framtíð. Bókarkápan fyrir Dansað í friði.aðsend Hvaðan sóttir þú innblástur fyrir bókinni Dansað í friði? Mér finnst dans svo magnað fyrirbæri að mig langaði að koma fjölbreytileika og eiginleika hans fyrir í bókinni minni. Ég fór að bera mikla virðingu fyrir honum þegar ég starfaði í starfaskiptafélaginu AIESEC á mínum háskólaárum. Þá fór ég á nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur, þar sem var mikið dansað. Þarna voru fulltrúar margra þjóða komnar saman og sumir þeirra töluðu ekki einu sinni ensku, en það gátu allir dansað saman, þvert á öll tungumál og menningu. Hvað varðar aðrar bækur þá hef ég verið voðalega upptekin að lesa íslenskar gæða bókmenntir eftir fræga karlkyns höfunda og talaði mig niður og sagði sjálfri mér að þetta gæti ég aldrei gert, ég gæti aldrei skrifað svona bækur. Einnig las ég mikið af ævintýrabókum eins og Harry Potter og Lord of The Rings. Í raun var það við komu Storytel og endurkomu Ísfólksins sem ég fór að trúa því að ég gæti alveg örugglega skrifað eitthvað sem einhverjir myndu hugsanlega líka nenna að lesa, og ég fór að detta meira inn í afþreyingarlestur eins og Jenny Colgan bækurnar. Þessar bókmenntir lögðu grunnin að því að mig langaði að máta mig við ritlistina og með sparki frá markþjálfa varð svo Dansað í friði til. Fylgir þú ákveðnu ferli þegar þú skrifar eða koma hugmyndirnar og flæðið á skrifum til þín á handahófskenndum tímum? Ef ég fæ stórkostlega hugmynd þá reyni ég að koma henni á blað sem fyrst, bara nokkur stikkorð. Síðan fær hugmyndin að vaxa í höfðinu, þar til ég get gert beinagrind. Ég skrifa mjög línulega, en stundum varð maður bara að hlaupa áfram með einhverja hugmynd sem átti að gerast seinna í bókinni. Ég þyrfti eiginlega að geta lokað mig alveg af þegar ég er að skrifa. Sögurnar halda bara áfram að koma, þó ég leggi frá mér tölvuna. Þetta varð stundum til þess að ég var alveg í mínum eigin heimi og gleymdi oftar en ekki hvert ég var að fara á bílnum. Ég endaði einu sinni í Hafnarfirði á leið minni frá Reykjavík og heim í Kópavoginn, þar sem bókin hélt vitundinni föstum tökum. Að endingu fór ég ein í bústað og kláraði bókina þar, vann frá sjö á morgnana til tólf á kvöldin með matar og pottapásum í fimm daga. Þar varð tveir þriðju hlutinn til. Og já, ég tók fjóra áfanga í hraðritun í vélritun í fjölbraut, sem er að skila sér í miklum fjölda orða á stuttum tíma. Hvernig er tilfinningin að setja lokapunktinn á sögu og senda frá sér bók? Ég hef notað mikið upp á síðkastið það ófrumlega orð skrítið. Tilfinningin er skrítin. Ég var svo hamingjusöm þegar ég sá að ég hafði náð að skrifa heila bók, að orðafjöldinn væri nægur. Ég hafði fulla trú á að ég gæti skrifað smásögu, svo þetta kom mér mikið á óvart. Ég sveif á bleiku skýi þarna í sumarhúsinu þegar fyrsta uppkasti var lokið. Tilfinningin var svipuð og eftir brúðkaupið mitt og þegar ég fæddi börnin mín, bara algjör alsæla sem entist í margar vikur. En þá var stærsta þrautin eftir. Að finna einhvern sem var tilbúinn í að gefa hana út fyrir mig. Og þvílík heppni. Ég komst að hjá útgefanda sem kolféll fyrir sögunni og var jafnvel stundum spenntari en ég fyrir útgáfunni. Að gefa út bók er algjör berskjöldun. Ég er að opna öllum aðgang að heila mínum og hugsunum, og maður er hræddur um að verða stimplaður eitthvað. Sjálf er ég alveg rosalega gagnrýnin á bókina þegar ég les hana aftur yfir og verð hrædd um að eitthvað eigi eftir að fara fyrir brjóstið á lesendum. Hver myndir þú segja að væri markhópur bókarinnar? Ég held því miður að sá hópur sem bókin myndi falla mest í kramið hjá er á aldrinum 20-30 ára, en ég held að sá hópur sé frekar óvirkur í bókalestri. Ég vona samt að það sé ekki alveg rétt hjá mér. Sagan fjallar um unga konu frá því að hún hefur nám í Háskóla Íslands og í nokkur ár eftir það. Og á þessum tímum er mikið um djamm og skot, sem þessi aldurshópur ætti að tengja við og mikið þroskaferli. Ég hef heyrt frá fólki á öllum aldri sem finnst bókin skemmtileg lesning. Ég hélt á tímabili að þessi bók myndi höfða frekar til kvenna, en ég hef eiginlega fengið sterkari viðbrögð frá karlmönnum sem hafa lesið hana. Þetta er klassa drama, en líka heimspekilegar hugleiðingar í bland. Þó er rómansinn stóra málið, eins og er oftast á þessum ungdómsárum sem söguhetjan Marta er á.
Bókmenntir Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira