Þrír íslenskir kylfingar fyrir ofan Tiger á heimslistanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:30 Tiger Woods er fyrir miðju á heimslistanum í golfi. Hann lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári en sneri aftur í síðasta mánuði. Christian Petersen/Getty Images Tiger Woods tók nokkuð óvænt þátt á PGA-meistaramótinu í golfi í síðasta mánuði en þurfti á endanum að draga sig úr keppni þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram. Hann er sem stendur í 881. sæti heimslistans í golfi en þrír Íslendingar eru fyrir ofan hann á listanum. Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér. Golf Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira