Ný „dönsk klukka“ loks komin upp í Skálholtskirkjuturn Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 12:56 Klukkurnar munu hljóma á ný á Skálholtshátíð sem fram fer í næsta mánuði. Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Mikið umstang var í Skálholti í gær þegar ný kirkjuklukka var hífð upp í Skálholtskirkjuturn. Nýja klukkan, sem steypt var í Hollandi, kemur í stað „dönsku klukkunnar“ í turninum sem brotnaði eftir að hafa fallið í gólfið í upphafi Skálholtshátíðar í júlí 2002. Sagt er frá framkvæmdinni í Skálholti í gær á vef Þjóðkirkjunnar. Var notast við stærðarinnar krana og var búið að rjúfa hluta af þaki suðurhluta turnsins til að klukkan, sem gefur tóninn H1, gæti sigið niður á hlað. Hafa þagað síðan í haust Í turninum hafa verið fimm klukkur en þær hafa þagað síðan í haust vegna framkvæmdanna í kirkjunni. Gömlu klukkurnar bíða þess að fá að hringja á ný.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson „Í tilefni Skálholtshátíðar 1956 gáfu þrjár Norðurlandaþjóðanna kirkjuklukkur í Skálholt og studdu við endurreisn staðarins og byggingu kirkjunnar með mörgu öðru móti. Svíar gáfu tvær klukkur, Norðmenn eina og Finnar eina. Danska klukkan kom í kirkjuna 1961. En dönsku bræðurnir Ludvig Storr, aðalræðismaður í Reykjavík, og Edvard Storr, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, gáfu klukkuna. Þeim fannst afleitt að ekki væri líka dönsk klukka í Skálholti með bræðra- og systralags klukkunum norrænu. Stærstu klukkurnar vega 700 kg og sú minnsta 500 kg. Það eru sænsku klukkurnar tvær sem eru stærstar og þyngstar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Gamla danska klukkan brotnaði á Skálholtshátíð 2002.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Brotnaði á Skálholtshátíð 2002 Danska klukkan sem brotaði á Skálholtshátíð 2002 hefur legið brotin í kirkjuturninum frá 2002. Það var Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem safnaði fyrir nýju klukkunni sem kostaði tvær milljónir króna og var steypt í Hollandi hjá Petit & Fritsen. Mestu munaði um framlag AP-Møller sjóðsins í Danmörku. „Á næstunni koma danskir starfsmenn Thomo klokkeservice til að setja klukkurnar upp og tengja mótora og fleira sem þarf að gera. Vélsmiðjan Óðinn sá um smíði á grind í kringum klukkuna. Nýja klukkan ásamt hinum mun hljóma á komandi Skálholtshátíð í júlí og verður það vígsluhringing hennar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskupinn Kristján Björnsson og starfsmenn Múrs og Máls áður en klukkan var hífð upp.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sagt er frá framkvæmdinni í Skálholti í gær á vef Þjóðkirkjunnar. Var notast við stærðarinnar krana og var búið að rjúfa hluta af þaki suðurhluta turnsins til að klukkan, sem gefur tóninn H1, gæti sigið niður á hlað. Hafa þagað síðan í haust Í turninum hafa verið fimm klukkur en þær hafa þagað síðan í haust vegna framkvæmdanna í kirkjunni. Gömlu klukkurnar bíða þess að fá að hringja á ný.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson „Í tilefni Skálholtshátíðar 1956 gáfu þrjár Norðurlandaþjóðanna kirkjuklukkur í Skálholt og studdu við endurreisn staðarins og byggingu kirkjunnar með mörgu öðru móti. Svíar gáfu tvær klukkur, Norðmenn eina og Finnar eina. Danska klukkan kom í kirkjuna 1961. En dönsku bræðurnir Ludvig Storr, aðalræðismaður í Reykjavík, og Edvard Storr, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, gáfu klukkuna. Þeim fannst afleitt að ekki væri líka dönsk klukka í Skálholti með bræðra- og systralags klukkunum norrænu. Stærstu klukkurnar vega 700 kg og sú minnsta 500 kg. Það eru sænsku klukkurnar tvær sem eru stærstar og þyngstar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Gamla danska klukkan brotnaði á Skálholtshátíð 2002.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Brotnaði á Skálholtshátíð 2002 Danska klukkan sem brotaði á Skálholtshátíð 2002 hefur legið brotin í kirkjuturninum frá 2002. Það var Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem safnaði fyrir nýju klukkunni sem kostaði tvær milljónir króna og var steypt í Hollandi hjá Petit & Fritsen. Mestu munaði um framlag AP-Møller sjóðsins í Danmörku. „Á næstunni koma danskir starfsmenn Thomo klokkeservice til að setja klukkurnar upp og tengja mótora og fleira sem þarf að gera. Vélsmiðjan Óðinn sá um smíði á grind í kringum klukkuna. Nýja klukkan ásamt hinum mun hljóma á komandi Skálholtshátíð í júlí og verður það vígsluhringing hennar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskupinn Kristján Björnsson og starfsmenn Múrs og Máls áður en klukkan var hífð upp.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson
Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira