PGA-mótaröðin setur kylfingana sem spila í dag í bann Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 14:24 Dustin Johnson og Phil Mickelson í Englandi í dag. Þeir hafa báðir fyrirgert rétti sínum til að spila á PGA-mótaröðinni. Getty/Charlie Crowhurst Forráðamenn vinsælustu golfmótaraðar heims, PGA-mótaraðarinnar, hafa nú ákveðið að banna þá kylfinga sem keppa munu á fyrsta móti sádi-arabísku LIV-mótaraðarinnar sem hefst í dag. Þetta þýðir að kylfingar úr fremstu röð á borð við Dustin Johnson, Phil Mickelson, Sergio Garcia, Ian Poulter og Lee Westwood hafa verið settir í bann frá mótum á PGA-mótaröðinni. Þetta staðfestir Jay Monahan, stjórnandi PGA-mótaraðarinnar, í bréfi til þeirra sem eiga aðild að mótaröðinni. Hann segir kylfingana sem um ræðir hafa „ákveðið að snúa baki við PGA-mótaröðinni“ og tekið þá ákvörðun af eigin fjárhagslegu ástæðum. Þeir geti því ekki notið sömu tækifæra og réttinda og aðrir á PGA-mótaröðinni. These are the players who have been suspended from the PGA Tour https://t.co/iRVZEPIdQn pic.twitter.com/O4ExiyNJS5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 9, 2022 Fyrsta mótið á hinni umdeildu LIV-mótaröð hefst í Englandi í dag og verða leiknar 54 holur á þremur dögum. Á mótinu er hæsta verðlaunafé sem nokkru sinni hefur verið í boði á einu golfmóti eða alls 25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Forráðamenn LIV-mótaraðarinnar hafa þegar svarað og sakað forráðamenn PGA-mótaraðarinnar um hefnigirni með því að banna kylfingana. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þetta þýðir að kylfingar úr fremstu röð á borð við Dustin Johnson, Phil Mickelson, Sergio Garcia, Ian Poulter og Lee Westwood hafa verið settir í bann frá mótum á PGA-mótaröðinni. Þetta staðfestir Jay Monahan, stjórnandi PGA-mótaraðarinnar, í bréfi til þeirra sem eiga aðild að mótaröðinni. Hann segir kylfingana sem um ræðir hafa „ákveðið að snúa baki við PGA-mótaröðinni“ og tekið þá ákvörðun af eigin fjárhagslegu ástæðum. Þeir geti því ekki notið sömu tækifæra og réttinda og aðrir á PGA-mótaröðinni. These are the players who have been suspended from the PGA Tour https://t.co/iRVZEPIdQn pic.twitter.com/O4ExiyNJS5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 9, 2022 Fyrsta mótið á hinni umdeildu LIV-mótaröð hefst í Englandi í dag og verða leiknar 54 holur á þremur dögum. Á mótinu er hæsta verðlaunafé sem nokkru sinni hefur verið í boði á einu golfmóti eða alls 25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Forráðamenn LIV-mótaraðarinnar hafa þegar svarað og sakað forráðamenn PGA-mótaraðarinnar um hefnigirni með því að banna kylfingana.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira