Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Árni Jóhannsson skrifar 9. júní 2022 20:53 Íslenska landsliðið ferðast til Ísraels, heim til Íslands, út til San Marínó og aftur til Íslands vegna leikja í júní. Getty/Ahmad Mora Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. Fyrir leik bjóst fólk við því að rúllað yfir andstæðing kvöldsins enda San Marínó í neðsta sæti heimslista FIFA. Ísland er í 66. sæti og er 145 sætum fyrir ofan San Marínó. Svo fór ekki og byrjaði leikurinn aldrei í raun og veru. Kraftleysi gerði vart við sig í leik íslenska liðsins og náðu þeir aldrei að keyra sig upp í að rúlla yfir andstæðinginn. Menn misstu boltann frá sér og sendingar tengdust ekki þannig að ekkert var hægt að skapa. Íslendingar héldu boltanum mikið í fyrri hálfleik og skoraði mark strax á 11. mínútu. Aron Elís Þrándarson var þar að verki. Fyrirgjöf frá vinstri var skölluð frá og Aron skrúfði boltann með jörðinni í fjærhornið hægra meginn. Skotið var fast og fleyttist í blautu grasi og markvörðurinn átti ekki möguleika á að verja skotið. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik í raun og veru. Leikurinn komst aldrei á flug. Í seinni hálfleik virkuðu heimamenn hættulegri ef satt skal segja. Kraftleysið var einkennandi í leik íslenska liðinu og heimamenn áttu færi til að skora og voru íslensku leikmennirnir stálheppnir að fá ekki mark á sig. Patrik Sigurðsson markvörður var kominn langt út með fullt af varnarmönnum hjá sér og boltinn barst til Grandoni og markið var opið. Sem betur fer fór skotið í hliðarnetið utan við stöngina. Leikurinn rann sitt skeið og leiknum lauk með sigri Íslendinga og þar með lauk átta mánuða langri eyðimerkurgöngu eftir sigri í landsleik. Afhverju vann Ísland? Íslendingar skoruðu eitt mark og náðu að halda hreinu. Fyrirfram eru íslensku leikmennirnir betri fótboltamenn en þeir frá San Marínó en þeir sýndu það ekki fannst manni á löngum köflum í dag. Það var tækifæri til að sýna sig og sanna í dag en það tækifæri var ekki nýtt. Sigur samt. Hvað gekk illa? Manni fannst ganga illa að skapa sér færi í dag. Þau voru örfá og ekki nýtt. Fyrirgjafir fundu ekki framherjana og sendingar út á velli fúnkeruðu ekki. Svo gekk illa að skipta mönnum inn á virtist vera. Það hefði mátt skipta fyrr inn á og reyna að kveikja einhvern neista en það varð ekki. Bestur á vellinum? Aron Elís Þrándarson komst best frá verkefninu í dag. Hann skoraði markið sem skildi að og leysti sína stöðu sem varnartengiliður vel. Mikael Neville Andersson komst í flest færi okkar í dag og var kraftmestur á vellinum í dag. Hvað næst? Leikur við Ísrael á mánudaginn og sem betur fer er það alvöru leikur því það sást langar leiðir að þessi leikur var algjörlega tilgangslaus og varð tilgangslaus vegna þess að enginn var krafturinn í leikmönnum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. Fyrir leik bjóst fólk við því að rúllað yfir andstæðing kvöldsins enda San Marínó í neðsta sæti heimslista FIFA. Ísland er í 66. sæti og er 145 sætum fyrir ofan San Marínó. Svo fór ekki og byrjaði leikurinn aldrei í raun og veru. Kraftleysi gerði vart við sig í leik íslenska liðsins og náðu þeir aldrei að keyra sig upp í að rúlla yfir andstæðinginn. Menn misstu boltann frá sér og sendingar tengdust ekki þannig að ekkert var hægt að skapa. Íslendingar héldu boltanum mikið í fyrri hálfleik og skoraði mark strax á 11. mínútu. Aron Elís Þrándarson var þar að verki. Fyrirgjöf frá vinstri var skölluð frá og Aron skrúfði boltann með jörðinni í fjærhornið hægra meginn. Skotið var fast og fleyttist í blautu grasi og markvörðurinn átti ekki möguleika á að verja skotið. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik í raun og veru. Leikurinn komst aldrei á flug. Í seinni hálfleik virkuðu heimamenn hættulegri ef satt skal segja. Kraftleysið var einkennandi í leik íslenska liðinu og heimamenn áttu færi til að skora og voru íslensku leikmennirnir stálheppnir að fá ekki mark á sig. Patrik Sigurðsson markvörður var kominn langt út með fullt af varnarmönnum hjá sér og boltinn barst til Grandoni og markið var opið. Sem betur fer fór skotið í hliðarnetið utan við stöngina. Leikurinn rann sitt skeið og leiknum lauk með sigri Íslendinga og þar með lauk átta mánuða langri eyðimerkurgöngu eftir sigri í landsleik. Afhverju vann Ísland? Íslendingar skoruðu eitt mark og náðu að halda hreinu. Fyrirfram eru íslensku leikmennirnir betri fótboltamenn en þeir frá San Marínó en þeir sýndu það ekki fannst manni á löngum köflum í dag. Það var tækifæri til að sýna sig og sanna í dag en það tækifæri var ekki nýtt. Sigur samt. Hvað gekk illa? Manni fannst ganga illa að skapa sér færi í dag. Þau voru örfá og ekki nýtt. Fyrirgjafir fundu ekki framherjana og sendingar út á velli fúnkeruðu ekki. Svo gekk illa að skipta mönnum inn á virtist vera. Það hefði mátt skipta fyrr inn á og reyna að kveikja einhvern neista en það varð ekki. Bestur á vellinum? Aron Elís Þrándarson komst best frá verkefninu í dag. Hann skoraði markið sem skildi að og leysti sína stöðu sem varnartengiliður vel. Mikael Neville Andersson komst í flest færi okkar í dag og var kraftmestur á vellinum í dag. Hvað næst? Leikur við Ísrael á mánudaginn og sem betur fer er það alvöru leikur því það sást langar leiðir að þessi leikur var algjörlega tilgangslaus og varð tilgangslaus vegna þess að enginn var krafturinn í leikmönnum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti