Haaland allt í öllu þegar Noregur vann Svíþjóð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 18:02 Erling Braut Haaland þenur netmöskvana á Friends Arena í kvöld. Vísir/Getty Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Noregs þegar liðið lagði Svíþjóð að velli, 3-1, í riðli 4 í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta á Friends Arena í Stokkhólmi í dag. Haaland var svo arkitektinn að þriðja marki Norðmanna sem Alexander Sorloth skoraði. Það voru Emil Forsberg og Viktor Gyokeres sem minnkuðu muninn fyrir Svía. Á þesssu ári hefur Haaland skorað 14 mörk í þeim 12 landsleikjum sem hann hefur spilað. Noregur er á toppi riðilsins með tíu stig eftir fjóra leiki, Serbar hafa sex stig eftir þrjá leiki, Svíar eru með þrjú stig eftir fjóra leiki og Slóvenar eitt stig eftir þrjá leiki. Serbía og Slóvenía mætast í seinni leik fjórðu umferðar riðlakeppinnar í kvöld. Þjóðadeild UEFA
Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Noregs þegar liðið lagði Svíþjóð að velli, 3-1, í riðli 4 í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta á Friends Arena í Stokkhólmi í dag. Haaland var svo arkitektinn að þriðja marki Norðmanna sem Alexander Sorloth skoraði. Það voru Emil Forsberg og Viktor Gyokeres sem minnkuðu muninn fyrir Svía. Á þesssu ári hefur Haaland skorað 14 mörk í þeim 12 landsleikjum sem hann hefur spilað. Noregur er á toppi riðilsins með tíu stig eftir fjóra leiki, Serbar hafa sex stig eftir þrjá leiki, Svíar eru með þrjú stig eftir fjóra leiki og Slóvenar eitt stig eftir þrjá leiki. Serbía og Slóvenía mætast í seinni leik fjórðu umferðar riðlakeppinnar í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti