Halldór Jónatansson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 14:47 Halldór gegndi stöðu forstjóra Landsvirkjunar á árunum 1983 til ársloka 1998. Aðsend Halldór Jónatansson, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar, er látinn, níutíu að aldri. Hann lést á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Halldórs, sem gegndi stöðu forstjóra Landsvirkjunar á árunum 1983 til ársloka 1998. „Halldór fæddist í Reykjavík 21. janúar 1932, sonur Sigurrósar Gísladóttur, húsmóður og Jónatans Hallvarðssonar, hæstaréttardómara. Halldór lauk stúdentsprófi frá MR 1951, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1956, MA-prófi í alþjóðafræðum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Bandaríkjunum. Hann fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður 1963. Halldór starfaði sem fulltrúi hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1957 og hjá viðskiptaráðuneytinu 1957-1962 og deildarstjóri 1962-1965. Hann var ráðinn skrifstofustjóri Landsvirkjunar þegar fyrirtækið var stofnað árið 1965 og gegndi því starfi til 1971 þegar hann varð aðstoðarforstjóri. Halldór var síðan forstjóri Landsvirkjunar frá 1983 til ársloka 1998. Halldór var ritari stóriðjunefndar 1961-64, varaformaður Sambands íslenskra rafveitna 1983-1985 og síðar Samorku til 1999. Hann sat í stjórn NORDEL, Samtaka forstöðumanna raforkufyrirtækja á Norðurlöndunum 1983-1999, í stjórn landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins á Íslandi 1983-1991 og í stjórn Markaðsskrifstofu iðnðarráðuneytisins og Landsvirkjunar 1995-1998. Þá sat hann í stjórn Fjárfestingarstofunnar frá 1998 og var stjórnarformaður Hollvinasamtaka lagadeildar HÍ 1999-2002. Að auki átti hann sæti í ýmsum nefndum um orkumál og stóriðjuverkefni. Hann ritaði fjölda greina um orkumál í blöð og tímarit. Halldór var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1970 fyrir störf í þágu framkvæmda við Búrfellsvirkjun og álversins í Straumsvík. Eiginkona Halldórs var Guðrún Dagbjartsdóttir, fulltrúi. Hún lést 29. nóvember árið 2020. Þau eiga fjórar dætur, 9 barnabörn og 2 barnabarnabörn. Dætur þeirra eru Dagný rafmagnsverkfræðingur, Rósa tölvunarfræðingur, Jórunn byggingarverkfræðingur og Steinunn innanhússarkitekt,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldu Halld. Andlát Landsvirkjun Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Halldórs, sem gegndi stöðu forstjóra Landsvirkjunar á árunum 1983 til ársloka 1998. „Halldór fæddist í Reykjavík 21. janúar 1932, sonur Sigurrósar Gísladóttur, húsmóður og Jónatans Hallvarðssonar, hæstaréttardómara. Halldór lauk stúdentsprófi frá MR 1951, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1956, MA-prófi í alþjóðafræðum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Bandaríkjunum. Hann fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður 1963. Halldór starfaði sem fulltrúi hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1957 og hjá viðskiptaráðuneytinu 1957-1962 og deildarstjóri 1962-1965. Hann var ráðinn skrifstofustjóri Landsvirkjunar þegar fyrirtækið var stofnað árið 1965 og gegndi því starfi til 1971 þegar hann varð aðstoðarforstjóri. Halldór var síðan forstjóri Landsvirkjunar frá 1983 til ársloka 1998. Halldór var ritari stóriðjunefndar 1961-64, varaformaður Sambands íslenskra rafveitna 1983-1985 og síðar Samorku til 1999. Hann sat í stjórn NORDEL, Samtaka forstöðumanna raforkufyrirtækja á Norðurlöndunum 1983-1999, í stjórn landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins á Íslandi 1983-1991 og í stjórn Markaðsskrifstofu iðnðarráðuneytisins og Landsvirkjunar 1995-1998. Þá sat hann í stjórn Fjárfestingarstofunnar frá 1998 og var stjórnarformaður Hollvinasamtaka lagadeildar HÍ 1999-2002. Að auki átti hann sæti í ýmsum nefndum um orkumál og stóriðjuverkefni. Hann ritaði fjölda greina um orkumál í blöð og tímarit. Halldór var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1970 fyrir störf í þágu framkvæmda við Búrfellsvirkjun og álversins í Straumsvík. Eiginkona Halldórs var Guðrún Dagbjartsdóttir, fulltrúi. Hún lést 29. nóvember árið 2020. Þau eiga fjórar dætur, 9 barnabörn og 2 barnabarnabörn. Dætur þeirra eru Dagný rafmagnsverkfræðingur, Rósa tölvunarfræðingur, Jórunn byggingarverkfræðingur og Steinunn innanhússarkitekt,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldu Halld.
Andlát Landsvirkjun Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira