DeChambeau nýjasta stórstjarnan til að ganga til liðs við LIV-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2022 23:01 Bryson DeChambeau mun leika á LIV-mótaröðinni. Ben Jared/PGA TOUR via Getty Images Bryson DeChambeau er nýjasta stórstjarnan innan golfheimsins til að yfirgefa PGA-mótaröðina og ganga til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. DeChambeau er meðal fremstu kylfinga heims, en ef marka má heimildir Sky Sports hefur honum verið boðið í kringum 100 milljónir dollara fyrir þátttöku sína í LIV-mótaröðinni. Kylfingurinn gengur til liðs við LIV-mótaröðina þrátt fyrir það að nú fyrir skemmstu hafi PGA-mótaröðin gefið frá sér tilkynningu þess efnis að öllum núverandi og framtíðar þátttakendum í LIV-mótaröðinni verði meinuð þátttaka á mótum í PGA-mótaröðinni. Fyrsta mótið á LIV-mótaröðinni fer fram um þessar mundir á Centurion Club í Lundúnum, en fyrsti hringurinn var leikinn í gær. DeChambeau tekur þátt á sínu fyrsta móti á LIV-mótaröðinni um næstu mánaðarmót. Áður höfðu stór nöfn á borð við Phil Mickelson og Dustin Johnson yfirgefið PGA-mótaröðina og gengið til liðs við LIV-mótaröðina. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
DeChambeau er meðal fremstu kylfinga heims, en ef marka má heimildir Sky Sports hefur honum verið boðið í kringum 100 milljónir dollara fyrir þátttöku sína í LIV-mótaröðinni. Kylfingurinn gengur til liðs við LIV-mótaröðina þrátt fyrir það að nú fyrir skemmstu hafi PGA-mótaröðin gefið frá sér tilkynningu þess efnis að öllum núverandi og framtíðar þátttakendum í LIV-mótaröðinni verði meinuð þátttaka á mótum í PGA-mótaröðinni. Fyrsta mótið á LIV-mótaröðinni fer fram um þessar mundir á Centurion Club í Lundúnum, en fyrsti hringurinn var leikinn í gær. DeChambeau tekur þátt á sínu fyrsta móti á LIV-mótaröðinni um næstu mánaðarmót. Áður höfðu stór nöfn á borð við Phil Mickelson og Dustin Johnson yfirgefið PGA-mótaröðina og gengið til liðs við LIV-mótaröðina.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira