Steph Curry allt í öllu er Stríðsmennirnir jöfnuðu metin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 09:31 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. Elsa/Getty Images Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors er liðið vann tíu stiga sigur gegn Boston Celtics í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, 107-97. Curry skoraði 43 stig fyrir Stríðsmennina og staðan í einvíginu er nú 2-2. Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira