Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 23:14 Staðan á bráðamóttökunni, og víðar í heilbrigðiskerfinu, er þung um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Sjá meira
Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Sjá meira
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51
Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01