Kötturinn Nói, þróunarstjóri Forlagsins, er allur Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 21:58 Jóhann Páll Valdimarsson, stofnandi JPV útgáfu, segir köttinn Nóa munu skilja eftir stórt tóm í hjörtum margra. Aðsend Kötturinn Nói, sem sinnti stöðu þróunarstjóra Forlagsins í þau tæplega þrettán ár sem hann lifði, drapst í morgun. Framkvæmdarstjóri bókaútgáfunnar segir starfsfólkið vera í sárum. „Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni. Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni.
Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira