Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. júní 2022 14:31 JasonVogel/WikimediaCommons Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina. Brasilía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina.
Brasilía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira