Ólafía Þórunn um endurkomuna: „Höfuðið hélt að ég gæti meira en líkaminn vildi gera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 09:01 Ólafía Þórunn er mættur aftur á völlinn eftir dágóða pásu. Instagram@olafiakri „Það voru mikil viðbrigði að koma til baka,“ sagði atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún er að snúa til baká golfvöllinn eftir að hafa orðið móðir í fyrsta sinn. Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Ólafíu Þórunni um endurkomuna en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum neðst í fréttinni. „Á fyrsta mótinu var mjög gaman að sjá allt fólkið aftur og komast í þennan gír en ég fann að höfuðið hélt að ég gæti meira en líkaminn vildi gera. Það vantaði fínu hreyfingarnar og tilfinninguna í stutta spilinu,“ hélt Ólafía Þórunn áfram. Breytt æfingaplan „Það hefur gengið rosalega vel. Við búum í Þýskalandi, við hliðina á foreldrum hans Thomas (Bojanowski, barnsföður Ólafíu Þórunnar) þannig að ég skutla honum bara yfir klukkan átta á morgnana og fer svo út á völl og æfi mig.“ „Þetta eru meiri „quality“ æfingar núna þar sem ég hef ekki allan tímann í heiminum. Ég verð virkilega að nýta tímann sem ég fæ.“ Um sumarið „Ég er alltaf að vinna að því (að ná fyrri styrk). Þetta kemur skref fyrir skref, ég sé alltaf bætingar. Það eina sem vantar upp á er högglengdin. Kannski mögulega þessi tilfinning að vera í golfmótum. Er bara búinn að taka þátt í tveimur mótum og það vantar smá skerpu, að halda einbeitingu í þessa fjóra klukkutíma, höndla pressu og þannig.“ „Finn það og er búin að vera vinna mikið í því síðustu vikur en þetta kemur allt.“ „Ég var að komast inn í mót í Tékklandi sem fer fram undir lok júní. Ég elska Tékklandsvöllinn og fýla Tékkland líka svo ég er rosalega spennt. Mamma og pabbi ætla að koma og passa á meðan ég keppi og Tómas ætlar að vera á pokanum (kylfusveinn) svo þetta er virkilega fjölskyldusport núna.“ „Það er planið að taka þátt á Íslandsmótinu í höggleik. Ég er búin að finna mér íbúð í Vestmannaeyjum þannig að ég kem með allt bandið,“ sagði Ólafía Þórunn að endingu. Klippa: Viðtal við Ólafíu Þórunni Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Ólafíu Þórunni um endurkomuna en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum neðst í fréttinni. „Á fyrsta mótinu var mjög gaman að sjá allt fólkið aftur og komast í þennan gír en ég fann að höfuðið hélt að ég gæti meira en líkaminn vildi gera. Það vantaði fínu hreyfingarnar og tilfinninguna í stutta spilinu,“ hélt Ólafía Þórunn áfram. Breytt æfingaplan „Það hefur gengið rosalega vel. Við búum í Þýskalandi, við hliðina á foreldrum hans Thomas (Bojanowski, barnsföður Ólafíu Þórunnar) þannig að ég skutla honum bara yfir klukkan átta á morgnana og fer svo út á völl og æfi mig.“ „Þetta eru meiri „quality“ æfingar núna þar sem ég hef ekki allan tímann í heiminum. Ég verð virkilega að nýta tímann sem ég fæ.“ Um sumarið „Ég er alltaf að vinna að því (að ná fyrri styrk). Þetta kemur skref fyrir skref, ég sé alltaf bætingar. Það eina sem vantar upp á er högglengdin. Kannski mögulega þessi tilfinning að vera í golfmótum. Er bara búinn að taka þátt í tveimur mótum og það vantar smá skerpu, að halda einbeitingu í þessa fjóra klukkutíma, höndla pressu og þannig.“ „Finn það og er búin að vera vinna mikið í því síðustu vikur en þetta kemur allt.“ „Ég var að komast inn í mót í Tékklandi sem fer fram undir lok júní. Ég elska Tékklandsvöllinn og fýla Tékkland líka svo ég er rosalega spennt. Mamma og pabbi ætla að koma og passa á meðan ég keppi og Tómas ætlar að vera á pokanum (kylfusveinn) svo þetta er virkilega fjölskyldusport núna.“ „Það er planið að taka þátt á Íslandsmótinu í höggleik. Ég er búin að finna mér íbúð í Vestmannaeyjum þannig að ég kem með allt bandið,“ sagði Ólafía Þórunn að endingu. Klippa: Viðtal við Ólafíu Þórunni
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti