Kominn til Þjóðkirkjunnar og fær 13,2 milljónir í biðlaun frá Ísafjarðarbæ Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 13:07 Birgir Gunnarsson er rekstrarfræðingur og starfaði áður sem forstjóri Reykjalundar og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær greiddar 13,2 milljónir króna í biðlaun næstu sex mánuði ef tillaga bæjarráðs nær fram að ganga. Birgir lét af störfum við lok seinasta kjörtímabils og tók við sem framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði. Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði.
Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira