Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2022 16:08 Úr Skagafirðinum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. Í yfirlýsingunni segir að Héraðsvötnin og Jökulárnar móti ásýnd Skagafjarðar og séu undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felist í því að vernda svæðin til að nýta þau í umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Einnig vísa þau í rökstuðning faghóps rammaáætlunar þrjú, þar sem segir meðal annars: „Virkjun myndi slíta sundur vistkerfi og samfélög lífvera, hafa mikil neikvæð áhrif á vistgerðir með verulegt verndargildi samkvæmt náttúruverndarlögum og valda mikilli röskun vegna breytinga á rennsli og framburði[.]“ Ólga innan Vinstri grænna Þessi yfirlýsing bætist ofan á þá ólgu sem hefur verið innan Vinstri grænna og meðal náttúruverndarsinna eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa Héraðsvötn úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson er hreint ekki sáttur með áform ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Sú óánægja birtist skýrt um helgina þegar Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri Grænna, ritaði ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann sagði niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði, þar stæði hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. Þá sagði hann að ekki mætti gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Þá sagði hann verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Minnihlutinn mótmælir einnig áformunum Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að þingmenn þriggja minnihlutaflokka ætluðu að leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Þingfundur á AlþingiVísir/Vilhelm Í samtali við Vísi sagði Andrés Ingi Jónsson, einn þingmannanna sem hyggst leggja fram breytingartillöguna, að ákvörðun meirhlutans byggði ekki á neinum faglegum rökum og hún væri einhvers konar pólitísk hrossakaup. Rammaáætlunin verður til umræðu undir þrettánda lið dagskrár þingsins í dag sem hófst klukkan 15:24 og er enn í gangi. Gert er ráð fyrir því að rammáætlunin verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir ólgu innan þingflokks Vinstir Grænna og hjá minnihlutanum. Þá munu náttúruverndarsinnar mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar á Austurvelli klukkan 17 í dag og segja þau hana gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Skagafjörður Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Ómetanlegar náttúruperlur fram á hengiflugið Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. 13. júní 2022 09:01 Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að Héraðsvötnin og Jökulárnar móti ásýnd Skagafjarðar og séu undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felist í því að vernda svæðin til að nýta þau í umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Einnig vísa þau í rökstuðning faghóps rammaáætlunar þrjú, þar sem segir meðal annars: „Virkjun myndi slíta sundur vistkerfi og samfélög lífvera, hafa mikil neikvæð áhrif á vistgerðir með verulegt verndargildi samkvæmt náttúruverndarlögum og valda mikilli röskun vegna breytinga á rennsli og framburði[.]“ Ólga innan Vinstri grænna Þessi yfirlýsing bætist ofan á þá ólgu sem hefur verið innan Vinstri grænna og meðal náttúruverndarsinna eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa Héraðsvötn úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson er hreint ekki sáttur með áform ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Sú óánægja birtist skýrt um helgina þegar Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri Grænna, ritaði ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann sagði niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði, þar stæði hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. Þá sagði hann að ekki mætti gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Þá sagði hann verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Minnihlutinn mótmælir einnig áformunum Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að þingmenn þriggja minnihlutaflokka ætluðu að leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Þingfundur á AlþingiVísir/Vilhelm Í samtali við Vísi sagði Andrés Ingi Jónsson, einn þingmannanna sem hyggst leggja fram breytingartillöguna, að ákvörðun meirhlutans byggði ekki á neinum faglegum rökum og hún væri einhvers konar pólitísk hrossakaup. Rammaáætlunin verður til umræðu undir þrettánda lið dagskrár þingsins í dag sem hófst klukkan 15:24 og er enn í gangi. Gert er ráð fyrir því að rammáætlunin verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir ólgu innan þingflokks Vinstir Grænna og hjá minnihlutanum. Þá munu náttúruverndarsinnar mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar á Austurvelli klukkan 17 í dag og segja þau hana gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu.
Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Skagafjörður Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Ómetanlegar náttúruperlur fram á hengiflugið Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. 13. júní 2022 09:01 Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32
Ómetanlegar náttúruperlur fram á hengiflugið Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. 13. júní 2022 09:01
Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39