Erlent

Hand­taka annan mann vegna hvarfs breska blaða­mannsins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjöldi samtaka hefur safnast fyrir utan dómsmálaráðuneytið í höfuðborg Brasilíu og beðið lögreglu um að stækka leitarsvæði sitt í leitinni að mönnunum tveimur.
Fjöldi samtaka hefur safnast fyrir utan dómsmálaráðuneytið í höfuðborg Brasilíu og beðið lögreglu um að stækka leitarsvæði sitt í leitinni að mönnunum tveimur. AP/Eraldo Peres

Bróðir mannsins sem handtekinn var á dögunum vegna hvarfsins á breskum blaðamanni og brasilískum samferðamanni hans, var einnig handtekinn í gær.

Lögregluna grunar að bræðurnir hafi setið fyrir mönnunum þegar þeir sigldu niður ánna Itaquaí í Brasilíu en blóð hefur fundist í báti bróðurins sem var handtekinn fyrst.

Á sunnudaginn fundust hlutir sem eru taldir vera í eigu mannanna sem hurfu, til dæmis fartölva og klæðnaður. Þá hafa einnig fundist mögulegar líkamsleifar þeirra en ekki er búið að staðfesta það.

Alex Perez, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Brasilíu, segir í samtali við BBC að vitni geti staðsett báða bræðurna við ánna daginn sem mennirnir hurfu. Bróðirinn sem var handtekinn í gær segist þó ekki hafa yfirgefið heimili sitt þann dag.


Tengdar fréttir

Hafa mögulega fundið líkamsleifar

Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

Fundu blóð við leitina að breska blaða­manninum

Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×