Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. júní 2022 12:30 Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var fengin til að svara heldur óþægilegum spurningum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. aðsend „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni. FM957 Ástin og lífið Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni.
FM957 Ástin og lífið Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp