Óttast endurkomu verðtryggðra lána Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2022 12:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/vilhelm Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent