Enski boltinn

Man City mætir West Ham í fyrstu umferð og Liver­pool heim­­sækir Ful­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ætli þessi tvö lið sláist áfram um titilinn?
Ætli þessi tvö lið sláist áfram um titilinn? Chris Brunskill/Getty Images

Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar er klár. Englandsmeistarar Manchester City heimsækja West Ham United í fyrstu umferð á meðan Liverpool heimsækir nýliða Fulham.

Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst föstudaginn þann 5. ágúst næstkomandi með einum leik. Arsenal heimsækir þá nágranna sína í Crystal Palace. Skytturnar hófu líka síðustu leiktíð en þá steinlá liðið gegn Brentford í fyrstu umferð.

Degi síðar eru alls sjö leikir á dagskrá. Chelsea heimsækir Everton, nýliðar Fulham fá Liverpool í heimsókn, Southampton heimsækir Tottenham Hotspur og nýliðar Nottingham Forest heimsækja nýríkt lið Newcastle United.

Á sunnudeginum mætast Manchester United og Brighton & Hove Albion ásamt því að Englandsmeistarar Manchester City heimsækja West Ham United.

Vegna HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember verður gert hlé á deildinni eftir heila umferð þann 12. nóvember. Leikar hefjast aftur 26. desember, annan í jólum. Lokaumferðin er svo leikin 28. maí.

Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar í heild sinni má finna á vef deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×