Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 10:30 Dustin Johnson (t.h.) er á meðal keppenda á LIV-mótaröðinni sem taka þátt á US Open um helgina. Rory McIlroy (t.v.) er á meðal háværustu gagnrýnenda mótaraðarinnar. Harry How/Getty Images Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira