Flott opnun í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2022 08:04 Tekist á við lax í Laxfossi í Grímsá Hreggnasi Veiði er hafin í Grímsá í Borgarfirði og það verður ekki annað sagt en að opnunin hafi gengið vonum framar. Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði
Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði