Flott opnun í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2022 08:04 Tekist á við lax í Laxfossi í Grímsá Hreggnasi Veiði er hafin í Grímsá í Borgarfirði og það verður ekki annað sagt en að opnunin hafi gengið vonum framar. Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði
Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði