Jakob Ellemann-Jensen, sonur Uffe, greinir frá þessu á Facebook en faðir hans var lagður inn á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn á mánudag.
Danska ríkisútvarpið greinir frá því að börnin hans Jakob Ellemann-Jensen, núverandi formaður Venstre og þingkonan Karen Ellemann hafi yfirgefið Folkemødet-stjórnmálafundinn í Borgundarhólmi á fimmtudag og vísað til þess að heilsu föður þeirra hafi hrakað.
Uffe Ellemann-Jensen var utanríkisráðherra Dana á árunum 1982 til 1993 og formaður Venstre frá 1984 til 1998.