Vann sitt fyrsta risamót eftir æsispennandi lokasprett á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 07:30 Matthew Fitzpatrick kom, sá og sigraði um helgina. David Cannon/Getty Images Englendingurinn Matt Fitzpatrick vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fór um helgina. Hinn 27 ára gamli Fitzpatrick hafði betur eftir hörkukeppni við Scottie Scheffler, efsta kylfing heimslistans, og Will Zalatoris. Aðeins munaði einu höggi á kylfingunum. Opna bandaríska meistaramótið fór fram í 122. sinn um helgina. Fitzpatrick fylgir í fótspor hins goðsagnakennda Jack Nicklaus en hann er aðeins annar kylfingur sögunnar, og sá fyrsti sem er ekki frá Bandaríkjunum, til að vinna áhugamannamót Bandaríkjanna (e. US Amateur) og meistaramótið (e. US Open) á sama velli en hann vann áhugamannamótið árið 2013. Fitzpatrick hefur sjö sinnum landað sigri á Evrópumótaröðinni en aldrei unnið stórmót, það er fyrr en nú. Fyrir lokadag mótsins voru Fitzpatrick og Zalatoris jafnir. Sá fyrrnefndi spilaði á 68 höggum sem dugði til sigurs en en alls spilaði Fitzpatrick á sex höggum undir pari á meðan Zalatoris og Scheffler voru báðir á fimm höggum undir pari. Fitzpatrick átti ótrúlegt skot úr glompu undir lok móts sem sá til þess að hann átti möguleika á titlinum. Skotið má sjá hér að neðan. Absolute nails. #USOpen pic.twitter.com/2V218Ahvnj— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er svo mikil klisja en þetta er eitthvað sem manni dreymir um sem barn. Ég gæti lagt kylfuna á hilluna á morgun og verið hamingjusamur maður,“ sagði Fitzpatrick við fjölmiðla að móti loknu. Verandi frá Sheffield í Englandi þó tókst honum að blanda Sheffield United inn í umræðuna. „Ég er eins – það býst enginn við að mér gangi vel, eða það býst enginn við að ég nái árangri. Mér líður eins og ég hafi þurft að leggja virkilega hart að mér til að ná þessum árangri. Það er hugarfarið hjá öllum þar sem ég ólst upp. Að vera lítilmagni og þurfa vinna fyrir því sem þú færð,“ bætti Fitzpatrick við. A ball striking clinic! @MattFitz94 hit 17/18 greens in regulation on Sunday, best in the #USOpen field.His spectacular effort is our @Lexus Top Performance of the Day. #LexusGolf pic.twitter.com/oQ3YPgxxmA— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 Hann svo sannarlega fyrir kaupinu um helgina en alls fær hann 3,15 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið fór fram í 122. sinn um helgina. Fitzpatrick fylgir í fótspor hins goðsagnakennda Jack Nicklaus en hann er aðeins annar kylfingur sögunnar, og sá fyrsti sem er ekki frá Bandaríkjunum, til að vinna áhugamannamót Bandaríkjanna (e. US Amateur) og meistaramótið (e. US Open) á sama velli en hann vann áhugamannamótið árið 2013. Fitzpatrick hefur sjö sinnum landað sigri á Evrópumótaröðinni en aldrei unnið stórmót, það er fyrr en nú. Fyrir lokadag mótsins voru Fitzpatrick og Zalatoris jafnir. Sá fyrrnefndi spilaði á 68 höggum sem dugði til sigurs en en alls spilaði Fitzpatrick á sex höggum undir pari á meðan Zalatoris og Scheffler voru báðir á fimm höggum undir pari. Fitzpatrick átti ótrúlegt skot úr glompu undir lok móts sem sá til þess að hann átti möguleika á titlinum. Skotið má sjá hér að neðan. Absolute nails. #USOpen pic.twitter.com/2V218Ahvnj— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er svo mikil klisja en þetta er eitthvað sem manni dreymir um sem barn. Ég gæti lagt kylfuna á hilluna á morgun og verið hamingjusamur maður,“ sagði Fitzpatrick við fjölmiðla að móti loknu. Verandi frá Sheffield í Englandi þó tókst honum að blanda Sheffield United inn í umræðuna. „Ég er eins – það býst enginn við að mér gangi vel, eða það býst enginn við að ég nái árangri. Mér líður eins og ég hafi þurft að leggja virkilega hart að mér til að ná þessum árangri. Það er hugarfarið hjá öllum þar sem ég ólst upp. Að vera lítilmagni og þurfa vinna fyrir því sem þú færð,“ bætti Fitzpatrick við. A ball striking clinic! @MattFitz94 hit 17/18 greens in regulation on Sunday, best in the #USOpen field.His spectacular effort is our @Lexus Top Performance of the Day. #LexusGolf pic.twitter.com/oQ3YPgxxmA— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 Hann svo sannarlega fyrir kaupinu um helgina en alls fær hann 3,15 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira