Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 13:36 Íbúðaverð er í allra hæstu hæðum um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Árshækkun íbúðaverðs er nú orðin meiri en árið 2017 og hefur ekki mælst meiri í sextán ár eða frá árinu 2006, að því er segir í pistli Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðings greiningardeildar Íslandsbanka. Sérbýli hafa hækkað mest undanfarið ár eða um 25,5 prósent á sama tíma og fjölbýli hafa hækkað um 23,7 prósent. Ekkert lát á hækkunum Að sögn Bergþóru hófst núverandi hækkun um mitt ár 2020 og ekkert lát virðist vera á hækkun íbúðaverðs. Umsvif á íbúðamarkaði séu enn talsverð, það sjáist á veltu og fjölda kaupsamninga. Velta og fjöldi kaupsamninga hafi þó sveiflast á síðustu mánuðum sem gæti verið vegna lítils framboðs á markaði. Þá segir að samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé enn mikil eftirspurnarspenna á markaðnum. „Í hverjum mánuði virðist nýtt met vera slegið í meðalsölutíma sem og fjölda íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Í apríl seldust 65 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og 53 prósent sérbýla. Einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið jafn lágur en í apríl var hann að meðaltali 35 dagar,“ segir í pistlinum. Spá hækkun stýrivaxta í fyrramálið Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,75 prósent á morgun en yfirlýsingar hennar er að vænta í fyrramálið. Í pistlinum segir að hátt íbúðaverð, í sögulegu samhengi, hafi valdið Seðlabankanum verulegum áhyggjum og því hafi hann gripið til þessa ráðs að hækka stýrivexti um þrjú prósent frá því þeir voru lægstir. Stýrivextir voru 0,75 prósent fyrri hluta árs 2021. Greiningardeildin telur að hækkandi vextir ásamt öðrum aðgerðum Seðlabankans á borð við að lækka hámarksveðsetningarhlutfall neytenda um fimm prósent í áttatíu prósent og fyrstu kaupenda í 85 prósent, muni væntanlega hafa þau áhrif að eftirspurn á fasteignamarkaði dvíni. Þó séu forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á allra næstu mánuðum. Vonandi verði framboð nýrra íbúða auk dvínandi eftirspurnar þó nóg til að hægja á verðhækkunum síðar á þessu ári. „Í þjóðhagsspá okkar frá því í maí spáum við því að íbúðaverð hækki um ríflega 22% í ár en hægjast muni talsvert á hækkunartaktinum þegar líða tekur á þetta ár og um mitt ár verði komin ró á markaðinn. Við erum enn bjartsýn að það verði niðurstaðan,“ segir í lok pistilsins. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 15. júní 2022 20:02 Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00 „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs er nú orðin meiri en árið 2017 og hefur ekki mælst meiri í sextán ár eða frá árinu 2006, að því er segir í pistli Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðings greiningardeildar Íslandsbanka. Sérbýli hafa hækkað mest undanfarið ár eða um 25,5 prósent á sama tíma og fjölbýli hafa hækkað um 23,7 prósent. Ekkert lát á hækkunum Að sögn Bergþóru hófst núverandi hækkun um mitt ár 2020 og ekkert lát virðist vera á hækkun íbúðaverðs. Umsvif á íbúðamarkaði séu enn talsverð, það sjáist á veltu og fjölda kaupsamninga. Velta og fjöldi kaupsamninga hafi þó sveiflast á síðustu mánuðum sem gæti verið vegna lítils framboðs á markaði. Þá segir að samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé enn mikil eftirspurnarspenna á markaðnum. „Í hverjum mánuði virðist nýtt met vera slegið í meðalsölutíma sem og fjölda íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Í apríl seldust 65 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og 53 prósent sérbýla. Einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið jafn lágur en í apríl var hann að meðaltali 35 dagar,“ segir í pistlinum. Spá hækkun stýrivaxta í fyrramálið Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,75 prósent á morgun en yfirlýsingar hennar er að vænta í fyrramálið. Í pistlinum segir að hátt íbúðaverð, í sögulegu samhengi, hafi valdið Seðlabankanum verulegum áhyggjum og því hafi hann gripið til þessa ráðs að hækka stýrivexti um þrjú prósent frá því þeir voru lægstir. Stýrivextir voru 0,75 prósent fyrri hluta árs 2021. Greiningardeildin telur að hækkandi vextir ásamt öðrum aðgerðum Seðlabankans á borð við að lækka hámarksveðsetningarhlutfall neytenda um fimm prósent í áttatíu prósent og fyrstu kaupenda í 85 prósent, muni væntanlega hafa þau áhrif að eftirspurn á fasteignamarkaði dvíni. Þó séu forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á allra næstu mánuðum. Vonandi verði framboð nýrra íbúða auk dvínandi eftirspurnar þó nóg til að hægja á verðhækkunum síðar á þessu ári. „Í þjóðhagsspá okkar frá því í maí spáum við því að íbúðaverð hækki um ríflega 22% í ár en hægjast muni talsvert á hækkunartaktinum þegar líða tekur á þetta ár og um mitt ár verði komin ró á markaðinn. Við erum enn bjartsýn að það verði niðurstaðan,“ segir í lok pistilsins.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 15. júní 2022 20:02 Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00 „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 15. júní 2022 20:02
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37
Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01