Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 13:45 Sigurvin Ólafsson kom KV upp um tvær deildir. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld. HILMAR ÞÓR NORÐFJÖRÐ Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV. Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“
Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira