Segir mikilvægt í huga albönsku konunnar að engin önnur lendi í því sama Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2022 18:16 Claudia Wilson er lögmaður albönsku konunnar. Albönsk kona sem vísað var úr landi á níunda mánuði meðgöngu er létt yfir því að hafa fengið viðurkenningu frá íslenska ríkinu að á réttindum hennar hafi verið brotið. Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt. Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt.
Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39
Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00