Heldur stærstu tónleika sumarsins komin 35 vikur á leið Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2022 07:36 Sigga Ólafs verður komin 35 vikur á leið þegar Skepta stígur á svið í Valshöllinni þann 1. júlí. Vísir/Vilhelm Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ólafs, er ein af skipuleggjendunum bak við tónleika breska rapparans Skepta í Valshöllinni 1. júlí næstkomandi. Ekki nóg með að halda eina stærstu tónleika sumarsins heldur verður Sigga komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram. Frá því hún var 18 ára hefur Sigga unnið við nánast allt sem við kemur tónleikahaldi hérlendis. Allt frá miðasölu til umboðsmennsku yfir í framkvæmdastjórn tónlistarhátíða og skipulagningu tónleikaferðalaga. Samhliða tónleikabrölti sínu í gegnum árin vann Sigga lengi í félagsmiðstöð og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þrátt fyrir að vera einna helst þekkt fyrir að skipuleggja tónleika og tónlistarhátíðir hefur það alltaf verið aukavinna Siggu.Vísir/Vilhelm Í sumar heldur hún eina stærstu tónleika sem hún hefur skipulagt til þessa þegar breski rapparinn Skepta kemur til landsins. Tónleikarnir hafa lengið staðið til en það hefur ekki gengið að fá græm-stjörnuna til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Skepta verið á leiðinni til landsins í nokkur ár „Við erum búin að vera í næstum því þrjú ár að reyna að bóka hann til Íslands og það einhvern veginn tókst núna hjá okkur eftir Covid,“ segir Sigga um aðdragandann að tónleikunum. „Hann kom að spila á Airwaves 2015, hátíð sem ég vann á, og þá urðum við mjög hrifin af honum. Síðan þá hefur hann stækkað gífurlega,“ segir Sigga. „Hann nær til frekar breiðs áhorfendahóps, sem er mjög áhugavert, af því hann kemur fram á sjónarsviðið 2004 fyrst og hefur stækkað að jafnaði síðan. En núna er hann á hápunkti ferilsins,“ segir Sigga um græm-kappann knáa. Sigga segir aðdragandann að tónleikunum nokkuð mikinn af því þau eru búin að reyna að fá Skepta til landsins frá 2019.Vísir/Vilhelm Viðburðafyrirtækið Garcia Events sá um að bóka Skepta og skipuleggja tónleikana en ásamt Siggu eru það Alexis Örn Garcia og bræðurnir Snorri og Egill Ástráðssynir sem standa á bak við það. Aðdragandinn að tónleikunum er nokkuð mikill og segir Sigga að þau séu búinn að reyna að bóka Skepta til landsins í yfir þrjú ár. Það séu til tölvupóstasamskipti við teymi hans frá 2019. Hins vegar hafi ekki gengið að fá hann til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid Sigga hefur verið viðloðin tónlistarbransann í meira en áratug og gengið í öll möguleg hlutverk sem viðkoma tónleikahaldi. Hún byrjaði að vinna í miðasölunni hjá Retro Stefson í árdaga hljómsveitarinnar og fór þaðan að vinna á Airwaves. Í kjölfarið vann hún á nánast öllum stærri tónlistarhátíðum landsins á tímabili; Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar Reykjavík og All Tomorrows Parties. Þá hefur hún einnig starfað sem umboðsmaður og er núna umboðsmaður FM Belfast. Sigga hefur unnið við tónleikahald í meira en áratug og tekið að sér hin ýmsu hlutverk.Vísir/Vilhelm Fyrir fjórum var Sigga svo ráðin framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík en fall Wow Air var örlagavaldur þess að tónlistarhátíðin var ekki haldin árið 2019. Hún hefur því upplifað allan skalann á íslensku tónleikahaldi. Tónleikar Skepta eru langt frá því að vera fyrstu tónleikar Siggu, en að hennar sögn eru þetta hins vegar stærstu tónleikarnir sem hún kemur að frá a til ö. Þá segir hún að af því hún hefur svo lengi loðað við bransann sé „enn þá skemmtilegra að landa svona stóru giggi og geta sýnt hvað maður hefur fram á að færa í þessum tónlistarbransa“ og sömuleiðis sé „gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid.“ Sigga segir miðasöluna hafa gengið vel og að miðarnir fari fljótlega að klárast. Þá bætti hún við að „það er mjög klassískt á Íslandi að fá símtöl sama dag og tónleikarnir eru „O ég gleymdi að kaupa miða“ – það er mjög íslenskt.“ Tónleikar í júlí, barn í ágúst Þrátt fyrir að hafa lengið verið mikilvirk í tónleikahaldi hefur það alltaf verið aukavinna Siggu. Lengi vel vann hún í félagsmiðstöðinni Frostheimum og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Það að hún hafi getað unnið í tónleikahaldi meðfram sínum aðalvinnum segir hún vera algjör forréttindi og það sé sveigjanlegum yfirmönnum að þakka. Tónlistabransinn hafi hins vegar alltaf loðað við hana og það væri erfitt að sleppa tökunum á honum af því hann væri svo fljótandi og skapandi. Það er nóg um að vera hjá Siggu, í júlí heldur hún risastóra tónleika og í ágúst eignast hún barn.Vísir/Vilhelm Tónleikahaldið er hins vegar ekki það eina sem Sigga stendur í þessa dagana af því hún er kasólétt og á að eiga í ágústmánuði. Hún verður því komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram. „Þannig að það er nóg að gera,“ segir hún. Aðspurð hvort óléttan hafi ekki áhrif á skipulagið segir hún „ég er kannski ekki alveg jafn mikið á hlaupum og ég hef verið á tónleikum en þá er gott að eiga gott fólk að sem maður getur skipað fyrir og sagt hvað á að gera.“ Þrátt fyrir það að hún verði kannski ekki á gólfinu segist hún munu leggja sína krafta að mörkum. „Þetta er mjög skemmtilegt allt saman en maður tekur bara eitt verkefni í einu. Fyrst eru það þessir tónleikar, svo kemur eitthvað eitt í viðbót og svo kemur barnið vonandi,“ segir Sigga. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=czLQoG01PFs">watch on YouTube</a> Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. 28. apríl 2022 12:46 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Frá því hún var 18 ára hefur Sigga unnið við nánast allt sem við kemur tónleikahaldi hérlendis. Allt frá miðasölu til umboðsmennsku yfir í framkvæmdastjórn tónlistarhátíða og skipulagningu tónleikaferðalaga. Samhliða tónleikabrölti sínu í gegnum árin vann Sigga lengi í félagsmiðstöð og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þrátt fyrir að vera einna helst þekkt fyrir að skipuleggja tónleika og tónlistarhátíðir hefur það alltaf verið aukavinna Siggu.Vísir/Vilhelm Í sumar heldur hún eina stærstu tónleika sem hún hefur skipulagt til þessa þegar breski rapparinn Skepta kemur til landsins. Tónleikarnir hafa lengið staðið til en það hefur ekki gengið að fá græm-stjörnuna til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Skepta verið á leiðinni til landsins í nokkur ár „Við erum búin að vera í næstum því þrjú ár að reyna að bóka hann til Íslands og það einhvern veginn tókst núna hjá okkur eftir Covid,“ segir Sigga um aðdragandann að tónleikunum. „Hann kom að spila á Airwaves 2015, hátíð sem ég vann á, og þá urðum við mjög hrifin af honum. Síðan þá hefur hann stækkað gífurlega,“ segir Sigga. „Hann nær til frekar breiðs áhorfendahóps, sem er mjög áhugavert, af því hann kemur fram á sjónarsviðið 2004 fyrst og hefur stækkað að jafnaði síðan. En núna er hann á hápunkti ferilsins,“ segir Sigga um græm-kappann knáa. Sigga segir aðdragandann að tónleikunum nokkuð mikinn af því þau eru búin að reyna að fá Skepta til landsins frá 2019.Vísir/Vilhelm Viðburðafyrirtækið Garcia Events sá um að bóka Skepta og skipuleggja tónleikana en ásamt Siggu eru það Alexis Örn Garcia og bræðurnir Snorri og Egill Ástráðssynir sem standa á bak við það. Aðdragandinn að tónleikunum er nokkuð mikill og segir Sigga að þau séu búinn að reyna að bóka Skepta til landsins í yfir þrjú ár. Það séu til tölvupóstasamskipti við teymi hans frá 2019. Hins vegar hafi ekki gengið að fá hann til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid Sigga hefur verið viðloðin tónlistarbransann í meira en áratug og gengið í öll möguleg hlutverk sem viðkoma tónleikahaldi. Hún byrjaði að vinna í miðasölunni hjá Retro Stefson í árdaga hljómsveitarinnar og fór þaðan að vinna á Airwaves. Í kjölfarið vann hún á nánast öllum stærri tónlistarhátíðum landsins á tímabili; Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar Reykjavík og All Tomorrows Parties. Þá hefur hún einnig starfað sem umboðsmaður og er núna umboðsmaður FM Belfast. Sigga hefur unnið við tónleikahald í meira en áratug og tekið að sér hin ýmsu hlutverk.Vísir/Vilhelm Fyrir fjórum var Sigga svo ráðin framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík en fall Wow Air var örlagavaldur þess að tónlistarhátíðin var ekki haldin árið 2019. Hún hefur því upplifað allan skalann á íslensku tónleikahaldi. Tónleikar Skepta eru langt frá því að vera fyrstu tónleikar Siggu, en að hennar sögn eru þetta hins vegar stærstu tónleikarnir sem hún kemur að frá a til ö. Þá segir hún að af því hún hefur svo lengi loðað við bransann sé „enn þá skemmtilegra að landa svona stóru giggi og geta sýnt hvað maður hefur fram á að færa í þessum tónlistarbransa“ og sömuleiðis sé „gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid.“ Sigga segir miðasöluna hafa gengið vel og að miðarnir fari fljótlega að klárast. Þá bætti hún við að „það er mjög klassískt á Íslandi að fá símtöl sama dag og tónleikarnir eru „O ég gleymdi að kaupa miða“ – það er mjög íslenskt.“ Tónleikar í júlí, barn í ágúst Þrátt fyrir að hafa lengið verið mikilvirk í tónleikahaldi hefur það alltaf verið aukavinna Siggu. Lengi vel vann hún í félagsmiðstöðinni Frostheimum og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Það að hún hafi getað unnið í tónleikahaldi meðfram sínum aðalvinnum segir hún vera algjör forréttindi og það sé sveigjanlegum yfirmönnum að þakka. Tónlistabransinn hafi hins vegar alltaf loðað við hana og það væri erfitt að sleppa tökunum á honum af því hann væri svo fljótandi og skapandi. Það er nóg um að vera hjá Siggu, í júlí heldur hún risastóra tónleika og í ágúst eignast hún barn.Vísir/Vilhelm Tónleikahaldið er hins vegar ekki það eina sem Sigga stendur í þessa dagana af því hún er kasólétt og á að eiga í ágústmánuði. Hún verður því komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram. „Þannig að það er nóg að gera,“ segir hún. Aðspurð hvort óléttan hafi ekki áhrif á skipulagið segir hún „ég er kannski ekki alveg jafn mikið á hlaupum og ég hef verið á tónleikum en þá er gott að eiga gott fólk að sem maður getur skipað fyrir og sagt hvað á að gera.“ Þrátt fyrir það að hún verði kannski ekki á gólfinu segist hún munu leggja sína krafta að mörkum. „Þetta er mjög skemmtilegt allt saman en maður tekur bara eitt verkefni í einu. Fyrst eru það þessir tónleikar, svo kemur eitthvað eitt í viðbót og svo kemur barnið vonandi,“ segir Sigga. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=czLQoG01PFs">watch on YouTube</a>
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. 28. apríl 2022 12:46 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. 28. apríl 2022 12:46