Menningarveisla í Fjarðabyggð Fjarðabyggð 23. júní 2022 12:50 Mikael Lind raftónlistarmaður er meðal þeirra sem koma fram á Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggar sem hefst í dag. Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar hefst í dag. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og teygir dagskráin sig frá Mjóafirði til Breiðdalsvíkur. Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar sem heldur utan um Innsævi, segir hátíð sem þessa mikilvæga samfélaginu og hafi margvísleg jákvæð áhrif. Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar „Viðburður sem þessi gefur lífinu lit. Gegnum list og menningu stuðlum við að jákvæðni og víðsýni og hér kvikna hugmyndir og forvitni fólks vaknar. Fjarðabyggð er afar frjó, hér er mikill áhugi á tónlist og fólk hefur gaman af að mæta á listviðburði. Hér búa margir skapandi einstaklingar og brottfluttir listamenn héðan fá þennan vettvang til að miðla sinni list sem og upprennandi listafólk sem starfar við skapandi sumarstörf hjá Fjarðarbyggð,“ segir Jóhann. Undirbúningur hefur staðið yfir allt undanfarið ár og á dagskránni er að finna bæði íslenska og erlenda listamenn endagskráin er afar fjölbreytt. Skammstöfunin GMT stendur fyrir „Gera mig til“ er mikið notuð á meðal ungra kvenna. Verkið er dans- og hreyfileikhús. „Við vorum með opið kall eftir viðburðum og völdum inn á hátíðina. Þar á meðal er hljóðskúlptúristinn Mirian Kolev frá Búlgaríu sem mun magna upp rafbylgjur plantna og umbreyta þeim í hljóð. Ég mæli einnig með ljósmyndasýningu Alfredos Esparza, mexíkósk listamanns sem tekið hefur myndir af öllum húsum á Stöðvarfirði í mörg ár svo lesa má sögu húsanna gegnum árin og þar með breytingarnar í samfélaginu. Marc Alexander, bandarískur endurskoðandi sem flutti til Fáskrúðsfjarðar 2019 heldur myndlistasýningu í Beljandi brugghúsi og þá eru fjölbreytt tónlistaratriði af svæðinu á dagskránni, innsetningar, sviðsverk og gjörningar, ljóð, myndlistasýningar, hljóðlistasýningar og tónleikar og dreifst viðburðirnir um allt sveitarfélagið. Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Arnar Geiri Gústafsson víkka út skilning áhorfenda á rýmisskynjun og skipulagi í verkinu 2x2 Rýmisskynjun: Ævintýraferðir. Þar má nefna tónleika Elísabetar Markar Ívarsdóttur frá Fáskrúðsfirði, Töfrandi tónar sem hún heldur í Mjóafirði og tónleika hljómsveitarinnar Brek í Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Þá verður tónlistarmaðurinn Svavar Knútur með tvenna tónleika í Beljandi brugghúsi og með honum á öðrum tónleikunum verður Ína Berglind en hún er vaxandi tónlistarkona úr Fellabæ. Það er einmitt svo gaman að geta boðið upp á sýningar með listalífi af svæðinu. Brottfluttir listamenn halda einnig mikilvægum tengslum við heimabyggð. Selma Hreggviðsdóttir, myndlistakona frá Eskifirði og meðlimur Kling og bang verður til dæmis með afar spennandi sýningu, Cranioplasty í Þórsmörk á Neskaupstað. Ungir listamenn úr skapandi sumarstörfum í Fjarðabyggð taka höndum saman með listamanni úr heimabyggð, Marc Alexander sem býr á Fáskrúðsfirði. Saman munu þau mála nýja veggmynd sá brúna fyrir ofan Franska spítalann. Curver Thoroddsen verður með tónlistargjörning í Gömlu netagerðinni sem kallast Helvítis djöfulsins hávaði en Curver mun búa til einskonar kakófóníu úr mismunandi gítarriffum eins og honum einum er lagið. Sá gjörning tónar vel við tónlistarhátíðina Eistnaflug sem fram fer á sama tíma í Neskaupstað. Curver verður einnig með hljóðgjörningalistasmiðju fyrir krakka í Fjarðabyggð. Húladúllan verður með ævintýralega ljósasýningu fyrir yngri kynslóðina í Valhöll á Eskifirði og þá fer fram dularfullur og magnaður seiður í fjörunni í Neskaupstað sömu helgi og Eistnaflug. Þá verður uppskeruhátíð Listavélarinnar sem er skapandi sumarstarf Fjarðabyggðar en hópurinn málar m.a. brú og mun sýna afrakstur sumarsins. Þetta er aðeins brot af því sem boðið verður upp á en nánar er hægt að kynna sér dagskrána hér. Þá er aldrei að vita nema við bætist Popup viðburðir sem koma á óvart.“ Menning Fjarðabyggð Ferðalög Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar „Viðburður sem þessi gefur lífinu lit. Gegnum list og menningu stuðlum við að jákvæðni og víðsýni og hér kvikna hugmyndir og forvitni fólks vaknar. Fjarðabyggð er afar frjó, hér er mikill áhugi á tónlist og fólk hefur gaman af að mæta á listviðburði. Hér búa margir skapandi einstaklingar og brottfluttir listamenn héðan fá þennan vettvang til að miðla sinni list sem og upprennandi listafólk sem starfar við skapandi sumarstörf hjá Fjarðarbyggð,“ segir Jóhann. Undirbúningur hefur staðið yfir allt undanfarið ár og á dagskránni er að finna bæði íslenska og erlenda listamenn endagskráin er afar fjölbreytt. Skammstöfunin GMT stendur fyrir „Gera mig til“ er mikið notuð á meðal ungra kvenna. Verkið er dans- og hreyfileikhús. „Við vorum með opið kall eftir viðburðum og völdum inn á hátíðina. Þar á meðal er hljóðskúlptúristinn Mirian Kolev frá Búlgaríu sem mun magna upp rafbylgjur plantna og umbreyta þeim í hljóð. Ég mæli einnig með ljósmyndasýningu Alfredos Esparza, mexíkósk listamanns sem tekið hefur myndir af öllum húsum á Stöðvarfirði í mörg ár svo lesa má sögu húsanna gegnum árin og þar með breytingarnar í samfélaginu. Marc Alexander, bandarískur endurskoðandi sem flutti til Fáskrúðsfjarðar 2019 heldur myndlistasýningu í Beljandi brugghúsi og þá eru fjölbreytt tónlistaratriði af svæðinu á dagskránni, innsetningar, sviðsverk og gjörningar, ljóð, myndlistasýningar, hljóðlistasýningar og tónleikar og dreifst viðburðirnir um allt sveitarfélagið. Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Arnar Geiri Gústafsson víkka út skilning áhorfenda á rýmisskynjun og skipulagi í verkinu 2x2 Rýmisskynjun: Ævintýraferðir. Þar má nefna tónleika Elísabetar Markar Ívarsdóttur frá Fáskrúðsfirði, Töfrandi tónar sem hún heldur í Mjóafirði og tónleika hljómsveitarinnar Brek í Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Þá verður tónlistarmaðurinn Svavar Knútur með tvenna tónleika í Beljandi brugghúsi og með honum á öðrum tónleikunum verður Ína Berglind en hún er vaxandi tónlistarkona úr Fellabæ. Það er einmitt svo gaman að geta boðið upp á sýningar með listalífi af svæðinu. Brottfluttir listamenn halda einnig mikilvægum tengslum við heimabyggð. Selma Hreggviðsdóttir, myndlistakona frá Eskifirði og meðlimur Kling og bang verður til dæmis með afar spennandi sýningu, Cranioplasty í Þórsmörk á Neskaupstað. Ungir listamenn úr skapandi sumarstörfum í Fjarðabyggð taka höndum saman með listamanni úr heimabyggð, Marc Alexander sem býr á Fáskrúðsfirði. Saman munu þau mála nýja veggmynd sá brúna fyrir ofan Franska spítalann. Curver Thoroddsen verður með tónlistargjörning í Gömlu netagerðinni sem kallast Helvítis djöfulsins hávaði en Curver mun búa til einskonar kakófóníu úr mismunandi gítarriffum eins og honum einum er lagið. Sá gjörning tónar vel við tónlistarhátíðina Eistnaflug sem fram fer á sama tíma í Neskaupstað. Curver verður einnig með hljóðgjörningalistasmiðju fyrir krakka í Fjarðabyggð. Húladúllan verður með ævintýralega ljósasýningu fyrir yngri kynslóðina í Valhöll á Eskifirði og þá fer fram dularfullur og magnaður seiður í fjörunni í Neskaupstað sömu helgi og Eistnaflug. Þá verður uppskeruhátíð Listavélarinnar sem er skapandi sumarstarf Fjarðabyggðar en hópurinn málar m.a. brú og mun sýna afrakstur sumarsins. Þetta er aðeins brot af því sem boðið verður upp á en nánar er hægt að kynna sér dagskrána hér. Þá er aldrei að vita nema við bætist Popup viðburðir sem koma á óvart.“
Menning Fjarðabyggð Ferðalög Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira