Stefnir íslenska ríkinu fyrir frelsissviptingu: „Þetta var helvíti“ Snorri Másson skrifar 25. júní 2022 18:45 Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd fyrir fíkniefnasmygl 2015. Hún afplánaði frá 2016-2018, fékk þá að afplána utan fangelsis undir rafrænu eftirliti, en var síðan aftur gert að koma í fangelsi síðar árið 2018, þar sem kærunefnd útlendingamála hafði kveðið á um að hún mætti vera um kyrrt í landinu. Vísir /Einar Kona sem svipt var réttinum á að afplána utan fangelsis undir rafrænu eftirliti og kölluð aftur í fangelsi árið 2018 segir síðustu tvö ár afplánunar hafa verið helvíti. Hún hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir það sem hún kallar ólögmæta frelsissviptingu. Á sakaskrá konunnar er eitt stærsta fíkniefnamál síðari tíma á Íslandi. Mirjam Foekje van Twuijver er 53 ára hollensk kona búsett á Akranesi ásamt íslenskum eiginmanni sínum. Fyrir sjö árum hlaut hún einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi, ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. „Þetta gerðist þegar ég var á mjög slæmum stað í mínu lífi, ég veit að þetta var rangt og að ég hefði ekki átt að gera þetta. En ég gerði þetta og ég tók út mína refsingu,“ segir Mirjam í samtali við fréttastofu. Um tveimur árum eftir að Mirjam hóf afplánun fékk hún að afplána með ökklabandi heima, sem er gert þegar til stendur að senda fanga úr landi. Á meðan hún var utan veggja fangelsisins, ákvað kærunefnd Útlendingamála hins vegar að það ætti ekki að senda hana úr landi. Þannig að Miriam var allt í einu komin í afplánun heima undir rafrænu eftirliti en samt ekki á leið úr landi; það gekk ekki í augum Fangelsismálastofnunar, sem ákvað því að færa hana aftur í fangelsi og láta hana afplána lengur. „Það sem þau gerðu mér var rangt. Og ég vil að þau viðurkenni það,“ segir Mirjam. Hún telur að Fangelsismálastofnun hafi frá upphafi átt að gera henni grein fyrir því að henni yrði stungið aftur í steininn ef hún fengi að vera um kyrrt á landinu. Ella hefði hún aldrei barist fyrir því að fá að vera, segir hún. Mirjam fékk einn þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi.Vísir/Einar Ekki búin að jafna sig Mirjam segir að dvölin í fangelsi síðustu tvö árin, 2018-2020, hafi reynst henni mjög þungbær, hvort tveggja vegna hjartveiki og persónulegra aðstæðna. „Þetta var helvíti. Ekki aðeins er erfitt að vera í fangelsi, alltaf, heldur var ég líka að jafna mig á opinni hjartaaðgerð þegar þeir kölluðu mig aftur inn í fangelsi. Þannig að ég jafnaði mig aldrei almennilega á henni. Ég hef ekki sömu orku og mér líður ekki eins og mér á að líða, sem tengist bara stressið sem fylgdi þessu öllu. Erfiðast var að faðir minn lést þegar ég var í fangelsi og ég gat ekki verið til staðar fyrir móður mína. Ég er einkabarn og ég gat ekki hjálpað henni eða kvatt föður minn. Satt best að segja kenni ég yfirvöldum hér um að ég hafi ekki getað verið þarna með honum,“ segir Mirjam. Burðardýr sem tók þátt í misheppnaðri tálbeituaðgerð Frá upphafi málsins þótti ljóst að Mirjam var svonefnt burðardýr, ekki skipuleggjandi. Frá því að hennar dómur féll hafa dómar mildast mjög á hendur burðardýrum, sem Mirjam segir hafa verið erfitt að fylgjast með. Ekki aðeins sýndi Mirjam á sínum tíma algeran samstarfsvilja - heldur gekk samstarfið það langt að Mirjam tók þátt í misheppnaðri tálbeituaðgerð lögreglu á Hótel Fróni. Þar var hún fengin til þess að afhenda viðtakanda gerviefni og svo átti að fylgja viðtakandanum eftir. „Ég var í rauninni mjög hrædd í þessari aðgerð af því að ég var spurð hvort að lögreglan væri með mér. Ég sagði nei og kláraði þetta. Svo fór eitthvað úrskeiðis, þú þarft að spyrja lögregluna um það. En ég fékk síðan eiginlega þyngsta hugsanlega dóm. Og maður hefði haldið að það að hjálpa einhverjum, sérstaklega lögreglunni, að það myndi þýða eitthvað. En það þýddi ekki neitt. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Mirjam. Afturköllun ákvörðunar um að Mirjam að vera utan fangelsis fól samkvæmt henni í sér lengingu refsingar án dóms. Því hafi í raum verið um ólögmæta frelsissviptingu að ræða, segir í stefnunni. Ríkið er krafið um að viðurkenna skaða- og miskabótarétt Mirjam vegna aðgerðar Fangelsismálastofnunar en upphæð bóta er ekki tiltekin, enda er fyrsta skrefið að rétturinn sé viðurkenndur. Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim. 14. október 2015 07:00 „Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. 13. október 2015 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mirjam Foekje van Twuijver er 53 ára hollensk kona búsett á Akranesi ásamt íslenskum eiginmanni sínum. Fyrir sjö árum hlaut hún einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi, ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. „Þetta gerðist þegar ég var á mjög slæmum stað í mínu lífi, ég veit að þetta var rangt og að ég hefði ekki átt að gera þetta. En ég gerði þetta og ég tók út mína refsingu,“ segir Mirjam í samtali við fréttastofu. Um tveimur árum eftir að Mirjam hóf afplánun fékk hún að afplána með ökklabandi heima, sem er gert þegar til stendur að senda fanga úr landi. Á meðan hún var utan veggja fangelsisins, ákvað kærunefnd Útlendingamála hins vegar að það ætti ekki að senda hana úr landi. Þannig að Miriam var allt í einu komin í afplánun heima undir rafrænu eftirliti en samt ekki á leið úr landi; það gekk ekki í augum Fangelsismálastofnunar, sem ákvað því að færa hana aftur í fangelsi og láta hana afplána lengur. „Það sem þau gerðu mér var rangt. Og ég vil að þau viðurkenni það,“ segir Mirjam. Hún telur að Fangelsismálastofnun hafi frá upphafi átt að gera henni grein fyrir því að henni yrði stungið aftur í steininn ef hún fengi að vera um kyrrt á landinu. Ella hefði hún aldrei barist fyrir því að fá að vera, segir hún. Mirjam fékk einn þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi.Vísir/Einar Ekki búin að jafna sig Mirjam segir að dvölin í fangelsi síðustu tvö árin, 2018-2020, hafi reynst henni mjög þungbær, hvort tveggja vegna hjartveiki og persónulegra aðstæðna. „Þetta var helvíti. Ekki aðeins er erfitt að vera í fangelsi, alltaf, heldur var ég líka að jafna mig á opinni hjartaaðgerð þegar þeir kölluðu mig aftur inn í fangelsi. Þannig að ég jafnaði mig aldrei almennilega á henni. Ég hef ekki sömu orku og mér líður ekki eins og mér á að líða, sem tengist bara stressið sem fylgdi þessu öllu. Erfiðast var að faðir minn lést þegar ég var í fangelsi og ég gat ekki verið til staðar fyrir móður mína. Ég er einkabarn og ég gat ekki hjálpað henni eða kvatt föður minn. Satt best að segja kenni ég yfirvöldum hér um að ég hafi ekki getað verið þarna með honum,“ segir Mirjam. Burðardýr sem tók þátt í misheppnaðri tálbeituaðgerð Frá upphafi málsins þótti ljóst að Mirjam var svonefnt burðardýr, ekki skipuleggjandi. Frá því að hennar dómur féll hafa dómar mildast mjög á hendur burðardýrum, sem Mirjam segir hafa verið erfitt að fylgjast með. Ekki aðeins sýndi Mirjam á sínum tíma algeran samstarfsvilja - heldur gekk samstarfið það langt að Mirjam tók þátt í misheppnaðri tálbeituaðgerð lögreglu á Hótel Fróni. Þar var hún fengin til þess að afhenda viðtakanda gerviefni og svo átti að fylgja viðtakandanum eftir. „Ég var í rauninni mjög hrædd í þessari aðgerð af því að ég var spurð hvort að lögreglan væri með mér. Ég sagði nei og kláraði þetta. Svo fór eitthvað úrskeiðis, þú þarft að spyrja lögregluna um það. En ég fékk síðan eiginlega þyngsta hugsanlega dóm. Og maður hefði haldið að það að hjálpa einhverjum, sérstaklega lögreglunni, að það myndi þýða eitthvað. En það þýddi ekki neitt. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Mirjam. Afturköllun ákvörðunar um að Mirjam að vera utan fangelsis fól samkvæmt henni í sér lengingu refsingar án dóms. Því hafi í raum verið um ólögmæta frelsissviptingu að ræða, segir í stefnunni. Ríkið er krafið um að viðurkenna skaða- og miskabótarétt Mirjam vegna aðgerðar Fangelsismálastofnunar en upphæð bóta er ekki tiltekin, enda er fyrsta skrefið að rétturinn sé viðurkenndur.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim. 14. október 2015 07:00 „Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. 13. október 2015 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim. 14. október 2015 07:00
„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. 13. október 2015 18:30