Enski boltinn

Ron­aldo í­hugar að yfir­gefa Man United vegna metnaðar­leysis á leik­manna­markaðnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur fengið nóg.
Cristiano Ronaldo hefur fengið nóg. Matthew Ashton/Getty Images

Stórstjarnan Cristiano Ronaldo er langt því frá ánægður með metnaðarleysi Manchester United á leikmannamarkaðnum. Félagið á enn eftir að festa kaup á sínum fyrsta leikmanni síðan Erik ten Hag tók við.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo ku vera íhuga stöðu sína hjá félaginu en hann á ár eftir af samningi sínum. Fyrir sumarið var talað um að Ten Hag ætlaði sér að endurbyggja leikmannahóp Man Utd en sem stendur hefur ekkert gerst.

Man United hefur verið á eftir Frenkie de Jong

, miðjumanni Barcelona og hollenska landsliðsins, í allt sumar. Félagið neitar hins vegar að borga uppsett verð og því eru liðin í störukeppni. 

Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er samningslaus eftir að hafa snúið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa farið í hjartastopp á Evrópumótinu síðasta sumar. Hann er enn að ákveða hvort hann ætli sér að spila fyrir Brentford á nýjan leik eða ganga í raðir Man Utd. 

Jurrien Timber átti að gefa Man Utd meiri breidd varnarlega en eftir spjall við Louis Van Gaal, núverandi landsliðsþjálfara Hollands og fyrrum þjálfara Man Utd, ákvað Timber að vera um kyrrt hjá Ajax.

Brasilíski vængmaðurinn Antony er spenntur fyrir því að spila í búning Man United á næstu leiktíð en það breytir því ekki að hann er enn þann dag í dag leikmaður Ajax.

Samkvæmt Sky Sports er þetta metnaðarleysi farið að fara verulega í taugarnar á Ronaldo sem var þrátt fyrir mikla gagnrýni á síðustu leiktíð markahæsti leikmaður liðsins og einn af fáum sem sýndi einhvern lit. 

Gæti það farið svo að Portúgalinn biðji um sölu frá félaginu ef ekkert gerist á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×