Arnar: Mjög stutt í eitthvað spennandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2022 19:09 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans tryggði sig inn í 8-liða úrslit Mjólkubikarsins með 4-1 sigri á Fram fyrir norðan. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu í leiknum, þar af tvö mörk af vítapunktinum. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega, komumst yfir, fáum dauðafæri fljótlega á eftir þegar Ásgeir kemst einn í gegn og bara mjög gott færi sem hann ver vel en svo finnst mér þeir eftir það svona meira með boltann en allavega í fyrri hálfleik man ég ekki eftir því að þeir hafi ógnað okkur eitt eða neitt sem er mjög gott því Fram er það lið sem hefur verið að skapa mikið af færum þannig að það var jákvætt en það sem var kannski neikvætt var að við héldum ekki nógu mikið í boltann en við erum alltaf hættulegir fram á við og ég veit að Framararnir voru mjög ósáttir við þessi víti en ég held að hann (Ólafur Íshólm) hafi bara sparkað í Ásgeir í bæði skiptin og alveg klár víti.“ KA komst í 2-0 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og þá fær Hosine Billity, leikmaður Fram, sitt annað gula spjald á innan við mínútu og staðan orðin vænleg fyrir heimamenn. „Annað markið kemur svo á góðum tíma og þá lenda þeir í því að fá seinna gula og þá er staðan orðin mjög góð en maður var svona að vonast til þess að við kæmum út í seinni hálfleik og byrjuðum fyrstu fimm ágætlega og keyrðum aðeins á en svo fannst mér bara bæði aðeins í fyrri og svo mjög mikið í seinni hálfleik lélegar sendingar undir engri pressu, tapandi boltanum og við vorum búnir að vera nokkrum sinnum hættulegastir okkum sjálfum svona nálægt marki. Þegar þeir fá vítið er það náttúrulega bara feilsending frá okkur og ég held að það hafi verið ein eða tvær í viðbót sem þeir hefðu kannski getað nýtt sér og gert eitthvað úr en sem betur fer náum við að skora þriðja markið og svo kemur fjórða markið sem er mjög jákvætt.” „Aðalatriðið í bikar er að koma sér áfram, það er ekki spurning endilega um frammistöðu, við vorum með flotta frammistöðu hérna gegn Fram í síðasta leik sem fór 2-2, fín frammistaða, skrítið að segja það, á móti Breiðablik þar sem við töpum 4-1 en hér er kannski minni frammistaða, ekki eins góðir, en það sem var kannski jákvætt er að við sköpuðum okkur færi og við skorum mörk og við erum ekki að fá mikið á okkur en það var aðeins í seinni hálfleik þar sem við vorum slakir á boltanum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta”, bætti Arnar við og virðist taka eitthvað jákvætt úr leikjum jafnvel þótt þeir tapist. KA liðið mætti illa til leiks í upphafi síðari hálfleiks og rönkuðu ekki almennilega við sér fyrr en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn fyrir Fram úr vítaspyrnu á 69. mínútu. „Það var talað um það í hálfleik að koma út af krafti og láta það sjást að við værum einum fleiri og reyna spila fram á við, því að stundum þegar þú ert einum fleiri eiga menn það til að halda að þetta verði eitthvað létt og við erum með 2-0 og ætla að fara halda en þetta er bikarleikur og þeir þurfa að koma út að pressa og taka sénsa en það er þetta þriðja mark, annað hvort koma þeir sér inn í leikinn eða við stútum leiknum, þeir gerðu það með smá hjálp frá okkur þegar við vorum að reyna spila út úr vörn og það var léleg sending og okkur er refsað fyrir það en sem betur fer kom þriðja markið og svo hefðum við alveg getað bætt við meira. Það vantaði bara aðeins meiri klókindi og gæði á síðasta þriðjung til að skora enn fleiri mörk, mér fannst við líka geta gert það í fyrri hálfleik, við komumst í góðar stöður en ákvarðanatakan og kannski gæði í sendingum var ekki nógu mikil.” KA er komið í 8-liða úrslitin og láta sig að sjálfsögðu dreyma um að komast alla leið í keppninni. „Ég held að ansi mörg lið séu að láta sig dreyma en við erum allavega komnir í 8-liða og það er fínt alveg sama gegn hverjum við lendum, vonandi fáum við heimaleik, við þurfum að fara í gegnum þann leik og þá er þetta orðið svolítið gaman, þá ertu kominn í 4-liða, þannig það er mjög stutt í eitthvað spennandi en það líka getur farið í allar áttir en við erum mjög sáttir með að vera komnir áfram og svo er það bara deildin næst og það verður hörkuleikur (gegn Val) og við þurfum að reyna koma okkur aftur á blað þar”, sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikar karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Fram 4-1| Þrjú víti, tvö rauð og fimm mörk er KA fór áfram KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4-1 sigur gegn Fram í vægast sagt fjörugum leik. Boðið var upp á þrjár vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og fimm mörk þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu fyrir KA. 26. júní 2022 19:53 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn ágætlega, komumst yfir, fáum dauðafæri fljótlega á eftir þegar Ásgeir kemst einn í gegn og bara mjög gott færi sem hann ver vel en svo finnst mér þeir eftir það svona meira með boltann en allavega í fyrri hálfleik man ég ekki eftir því að þeir hafi ógnað okkur eitt eða neitt sem er mjög gott því Fram er það lið sem hefur verið að skapa mikið af færum þannig að það var jákvætt en það sem var kannski neikvætt var að við héldum ekki nógu mikið í boltann en við erum alltaf hættulegir fram á við og ég veit að Framararnir voru mjög ósáttir við þessi víti en ég held að hann (Ólafur Íshólm) hafi bara sparkað í Ásgeir í bæði skiptin og alveg klár víti.“ KA komst í 2-0 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og þá fær Hosine Billity, leikmaður Fram, sitt annað gula spjald á innan við mínútu og staðan orðin vænleg fyrir heimamenn. „Annað markið kemur svo á góðum tíma og þá lenda þeir í því að fá seinna gula og þá er staðan orðin mjög góð en maður var svona að vonast til þess að við kæmum út í seinni hálfleik og byrjuðum fyrstu fimm ágætlega og keyrðum aðeins á en svo fannst mér bara bæði aðeins í fyrri og svo mjög mikið í seinni hálfleik lélegar sendingar undir engri pressu, tapandi boltanum og við vorum búnir að vera nokkrum sinnum hættulegastir okkum sjálfum svona nálægt marki. Þegar þeir fá vítið er það náttúrulega bara feilsending frá okkur og ég held að það hafi verið ein eða tvær í viðbót sem þeir hefðu kannski getað nýtt sér og gert eitthvað úr en sem betur fer náum við að skora þriðja markið og svo kemur fjórða markið sem er mjög jákvætt.” „Aðalatriðið í bikar er að koma sér áfram, það er ekki spurning endilega um frammistöðu, við vorum með flotta frammistöðu hérna gegn Fram í síðasta leik sem fór 2-2, fín frammistaða, skrítið að segja það, á móti Breiðablik þar sem við töpum 4-1 en hér er kannski minni frammistaða, ekki eins góðir, en það sem var kannski jákvætt er að við sköpuðum okkur færi og við skorum mörk og við erum ekki að fá mikið á okkur en það var aðeins í seinni hálfleik þar sem við vorum slakir á boltanum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta”, bætti Arnar við og virðist taka eitthvað jákvætt úr leikjum jafnvel þótt þeir tapist. KA liðið mætti illa til leiks í upphafi síðari hálfleiks og rönkuðu ekki almennilega við sér fyrr en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn fyrir Fram úr vítaspyrnu á 69. mínútu. „Það var talað um það í hálfleik að koma út af krafti og láta það sjást að við værum einum fleiri og reyna spila fram á við, því að stundum þegar þú ert einum fleiri eiga menn það til að halda að þetta verði eitthvað létt og við erum með 2-0 og ætla að fara halda en þetta er bikarleikur og þeir þurfa að koma út að pressa og taka sénsa en það er þetta þriðja mark, annað hvort koma þeir sér inn í leikinn eða við stútum leiknum, þeir gerðu það með smá hjálp frá okkur þegar við vorum að reyna spila út úr vörn og það var léleg sending og okkur er refsað fyrir það en sem betur fer kom þriðja markið og svo hefðum við alveg getað bætt við meira. Það vantaði bara aðeins meiri klókindi og gæði á síðasta þriðjung til að skora enn fleiri mörk, mér fannst við líka geta gert það í fyrri hálfleik, við komumst í góðar stöður en ákvarðanatakan og kannski gæði í sendingum var ekki nógu mikil.” KA er komið í 8-liða úrslitin og láta sig að sjálfsögðu dreyma um að komast alla leið í keppninni. „Ég held að ansi mörg lið séu að láta sig dreyma en við erum allavega komnir í 8-liða og það er fínt alveg sama gegn hverjum við lendum, vonandi fáum við heimaleik, við þurfum að fara í gegnum þann leik og þá er þetta orðið svolítið gaman, þá ertu kominn í 4-liða, þannig það er mjög stutt í eitthvað spennandi en það líka getur farið í allar áttir en við erum mjög sáttir með að vera komnir áfram og svo er það bara deildin næst og það verður hörkuleikur (gegn Val) og við þurfum að reyna koma okkur aftur á blað þar”, sagði Arnar að lokum.
Mjólkurbikar karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Fram 4-1| Þrjú víti, tvö rauð og fimm mörk er KA fór áfram KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4-1 sigur gegn Fram í vægast sagt fjörugum leik. Boðið var upp á þrjár vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og fimm mörk þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu fyrir KA. 26. júní 2022 19:53 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Leik lokið: KA-Fram 4-1| Þrjú víti, tvö rauð og fimm mörk er KA fór áfram KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4-1 sigur gegn Fram í vægast sagt fjörugum leik. Boðið var upp á þrjár vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og fimm mörk þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu fyrir KA. 26. júní 2022 19:53