Ráðleggur Lewis Hamilton að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 10:01 Lewis Hamilton hefur verið í basli með bílinn á þessu tímabili og er ekki nálægt efstu mönnum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Goðsögn úr formúlunni, þrefaldi heimsmeistarinn Jackie Stewart, er á því að landi hans Lewis Hamilton eigi bara að segja þetta gott og það sé best að hann hætti að keppa í formúlu eitt. Stewart er nú 83 ára gamall en hann vann þrjá heimsmeistaratitla í formúlu eitt frá 1969 til 1973. Goðsögnin sagði það synd að Hamilton sé ekki þegar hættur en Stewart telur það nauðsynlegt fyrir Hamilton til að varðveita arfleifð sína. Lewis Hamilton hefur unnið sjö heimsmeistaratitla á ferlinum eða jafnmarga og Michael Schumacher vann á sínum tíma. 'I think it s time for him to resign. He s got music, he s got culture, he loves clothing and the rag trade would be absolutely suitable for him'Sir Jackie Stewart urges Lewis Hamilton to retire from F1 | @tomcary_tel https://t.co/bcrrDS1VIY— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 23, 2022 Hann var grátlega nálægt því að vinna þann áttunda á síðasta tímabili en missti heimsmeistarann Max Verstappen fram úr sér í lok síðasta mótsins undir mjög umdeildum kringumstæðum. Það hefur hins vegar ekkert gengið hjá Hamilton á þessu tímabili en hann er 34 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell og heilum 98 stigum á eftir Verstappen sem er efstur. „Hann er í smá vandræðum af því að hann er kominn með nýjan liðsfélaga sem er hefur verið fljótari en hann í tímatökunni á þessu ári sem er erfitt fyrir hann að sætta sig við,“ sagði Jackie Stewart. „Ég held að það sé kominn tíma fyrir hann að hætta. Hann er með tónlistina, elskar föt, og er með fatalínu en sá heimur ætti að henta honum vel. Ég er viss um að hann nær góðum árangri þar,“ sagði Stewart. „Lewis er kominn í hóp með köppum eins og Ayrton Sennas, Alain Prost og jafnvel Jackie Stewart líka. Hann fór fyrir sportinu í langan tíma og gerði það vel. Það er synd að hann hætti ekki á toppnum en það gerist ekki úr þessu. Það er samt betra fyrir hann að segja þetta gott núna í stað þess að upplifa sársaukann að ná ekki að gera það sem hann gerði áður,“ sagði Stewart. Það hefur þó ekki verið neinn uppgjafartónn í Lewis Hamilton þrátt fyrir slakt gengi og hann komst á verðlaunapalli í síðasta kappakstri. Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Stewart er nú 83 ára gamall en hann vann þrjá heimsmeistaratitla í formúlu eitt frá 1969 til 1973. Goðsögnin sagði það synd að Hamilton sé ekki þegar hættur en Stewart telur það nauðsynlegt fyrir Hamilton til að varðveita arfleifð sína. Lewis Hamilton hefur unnið sjö heimsmeistaratitla á ferlinum eða jafnmarga og Michael Schumacher vann á sínum tíma. 'I think it s time for him to resign. He s got music, he s got culture, he loves clothing and the rag trade would be absolutely suitable for him'Sir Jackie Stewart urges Lewis Hamilton to retire from F1 | @tomcary_tel https://t.co/bcrrDS1VIY— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 23, 2022 Hann var grátlega nálægt því að vinna þann áttunda á síðasta tímabili en missti heimsmeistarann Max Verstappen fram úr sér í lok síðasta mótsins undir mjög umdeildum kringumstæðum. Það hefur hins vegar ekkert gengið hjá Hamilton á þessu tímabili en hann er 34 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell og heilum 98 stigum á eftir Verstappen sem er efstur. „Hann er í smá vandræðum af því að hann er kominn með nýjan liðsfélaga sem er hefur verið fljótari en hann í tímatökunni á þessu ári sem er erfitt fyrir hann að sætta sig við,“ sagði Jackie Stewart. „Ég held að það sé kominn tíma fyrir hann að hætta. Hann er með tónlistina, elskar föt, og er með fatalínu en sá heimur ætti að henta honum vel. Ég er viss um að hann nær góðum árangri þar,“ sagði Stewart. „Lewis er kominn í hóp með köppum eins og Ayrton Sennas, Alain Prost og jafnvel Jackie Stewart líka. Hann fór fyrir sportinu í langan tíma og gerði það vel. Það er synd að hann hætti ekki á toppnum en það gerist ekki úr þessu. Það er samt betra fyrir hann að segja þetta gott núna í stað þess að upplifa sársaukann að ná ekki að gera það sem hann gerði áður,“ sagði Stewart. Það hefur þó ekki verið neinn uppgjafartónn í Lewis Hamilton þrátt fyrir slakt gengi og hann komst á verðlaunapalli í síðasta kappakstri.
Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira