Körfubolti

Slá botninn í NBA-tímabilið með sérstökum aukaþætti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hvar leika þeir Kevin Durant og Kyrie Irving á næsta tímabili? Sérfræðingar Lögmáls leiksins velta því fyrir sér í þætti kvöldsins.
Hvar leika þeir Kevin Durant og Kyrie Irving á næsta tímabili? Sérfræðingar Lögmáls leiksins velta því fyrir sér í þætti kvöldsins. getty/Al Bello

Strákarnir í Lögmáli leiksins ljúka NBA-tímabilinu formlega í kvöld þegar sérstakur aukaþáttur er á dagskrá.

Í þættinum fara þeir Kjartan Atli Kjartansson, Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson yfir tímabilið sem lauk fyrr í mánuðinum.

Þeir skoða einnig nýliðavalið og fara yfir möguleg félagaskipti fyrir næsta tímabil. Þar horfa þeir meðal annars til Kevins Durant, DeAndres Ayton og Kyries Irving.

Í innslaginu sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan ræða Lögmálsmenn um framtíð Irvings og hvort hann verði áfram hjá Brooklyn Nets. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers.

Lokaþáttur Lögmáls leiksins hefst klukkan 19:30 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×