Enski boltinn

New­cast­le að ganga frá kaupunum á Bot­man

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sven Botman í leik með Lille.
Sven Botman í leik með Lille. ANP/Getty Images

Það virðist nær klappað og klárt að hollenski miðvörðurinn Sven Botman verði leikmaður Newcastle United. Talið er að hann muni kosta félagið í kringum 37 milljónir evra.

Nýríkt Newcastle á nóg milli handanna og hefur þótt sótt markvörðurinn Nick Pope frá Burnley. Eddie Howe, stjóri liðsins, ætlar sér greinilega að byggja lið á góðum grunni og er nú að landa miðverðinum Botman.

Howe reyndi að sækja þennan 22 ára gamla varnarmann í janúar en hafði ekki erindi sem erfiði. Nú er hins vegar ljóst að Botman mun spila í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Hann hefur þegar kvatt Lille á samfélagsmiðlum.

Ásamt því að hafa fengið Pope og Botman hefur Newcastle fest kaup á Matt Targett sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. 

Reikna má með að félagið sé ekki búið á félagaskiptamarkaðnum en talið er að það geti eytt vel yfir hundrað milljónum í leikmenn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×