Hefur óþol fyrir kjaftæði, segir það sem honum finnst og er með einkar þétt handaband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2022 07:01 Grétar Rafn starfaði stuttlega fyrir KSÍ en hefur störf hjá Tottenham Hotspur 1. júlí. Vísir/Vilhelm Grétar Rafn Steinsson var á dögunum ráðinn til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur þar sem hann mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna liðsins. The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira