Kyrie Irving verður áfram hjá Brooklyn Nets en Wall fer til Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 07:30 Kyrie Irving og Kevin Durant spila áfram saman hjá Brooklyn Nets á næsta NBA-tímabili. Getty/Maddie Malhotr Kyrie Irving var ekki tilbúinn að skilja tæpa fjóra milljarða íslenskra króna eftir á borðinu og ætlar að nýta sinn rétt og taka lokaárið í samningi sínum við Brooklyn Nets. Bandarískir miðlar fengu það staðfest í nótt. Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna. NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna.
NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik