„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 11:55 Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Carbfix Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59