Erlent

Tæplega fimmtíu látnir í bruna í kólumbísku fangelsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn og fangaverðir fyrir utan fangelsið í Tuluá í suðvestur Kólumbíu.
Lögreglumenn og fangaverðir fyrir utan fangelsið í Tuluá í suðvestur Kólumbíu. AP/Juan Jose Horta

Að minnsta kosti 49 eru látnir og tugir slasaðir til viðbótar eftir að eldur kom upp í fangelsi í suðvestanverðri Kólumbíu í morgun. Eldurinn er sagður hafa kviknað í óeirðum í fangelsinu.

Tito Castellanos, fangelsismálastjóri Kólumbíu, sagði í útvarpsviðtali að ekki væri ljóst hvort að allir þeirra látnu væru fangar í öryggisfangelsinu í Tuluá. Fullyrti hann að fangar hefðu kveikt í dýnum án þess að hugsa út í afleiðingarnar.

Iván Duque, forseti landsins, vottaði aðstandendum þeirra látnu samúð sína og sagðist hafa fyrirskipað rannsókn á upptökum eldsins, að sögn AP-fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×