Enski boltinn

Cristiano Ronaldo vill 83 milljóna bætur fá lögmanni konunnar frá Las Vegas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki með Manchester United en hann fagnaði líka sigri í kærumálinu i Las Vegas.
Cristiano Ronaldo fagnar marki með Manchester United en hann fagnaði líka sigri í kærumálinu i Las Vegas. Getty/Ash Donelon

Máli Cristiano Ronaldo og konunnar frá Las Vegas sem kærði hann fyrir nauðgun er ekki alveg lokið þótt að dómari hafi vísað kærumáli konunnar frá. Nú vilja lögmenn Ronaldo fá bætur.

Ronaldo vill nú að bandaríski dómarinn skipi lögmanni konunnar, sem kærði hann fyrir nauðgun, að borga honum meira en 626 þúsund dollara í miskabætur eða meira en 83,6 milljónir króna.

Dómarinn sem um ræðir er Jennifer Dorsey og hún var beðin um að sjá til að gera lögmann konunnar, Leslie Mark Stovall, persónulega ábyrga fyrir bótunum.

Dómarinn hafði vísað málinu frá 10. júní þar sem Stovall lögmaður gerðist sek um að nota ólögleg sönnunargögn sem voru annaðhvort stolin eða hafði verið lekið til hennar. Lögmaðurinn fékk væna útreið frá dómaranum þegar kom að siðferði og að brjóta reglur dómstólsins.

Fyrir vikið var málinu endanlega vísað frá og getur konan, Kathryn Mayorga að nafni, ekki aftur kært Ronaldo fyrir nauðgun.

Bæturnar eru mun hærri en 375 þúsund dollara greiðsla Ronaldo til konunnar árið 2010 fyrir að þegja um málið.

Lögmenn Ronaldo neita því ekki að Ronaldo hafi hitt Mayorga í júní 2008 og þau hafi sofið saman en það hafi verið með samþykki hennar. Mayorga er fyrrum fyrirsæta og kennari sem býr á Las Vegas svæðinu. Þau hittust á næturklúbbi á sínum tíma og fóru saman upp á hótelherbergi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×