Kylfingar sem gengu til liðs við LIV hóta að höfða mál gegn Evrópumótaröðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 14:01 Lee Westwood er einn af þeim kylfingum sem sendi bréfið. Charles Laberge/LIV Golf/via Getty Images Sextán kylfingar sem tóku þátt á fyrsta móti sádí-arabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa hótað því að höfða mál gegn Evrópumótaröðinni, DP World Tour, ef refsingar þeirra fyrir að taka þátt í móti á vegum LIV verða ekki afturkallaðar fyrir klukkan 17 í dag. Meðal þessara sextán kylfinga eru nöfn á borð við Ian Poulter og Lee Westwood, en hver og einn þeirra var sektaður um rúmar sextán milljónir króna. Þá var þeim einnig bannað að taka þátt í Genesis Scottish Open mótinu, ásamt tveimur öðrum mótum sem haldin eru í samstarfi við PGA-mótaröðina. Kylfingarnir sextán sendu frá sér opið bréf þar sem þeir biðja Evópumótaröðina að endurskoða refsingarnar. Þá vilja þeir einnig meina að eftir að sambandið milli Evrópumótaraðarinnar og PGA-mótaraðarinnar styrktist hafi Evrópumótaröðin þurft að víkja að einhverju leiti fyrir PGA-mótaröðinni. 16 players have threatened the DP World Tour with legal action unless the sanctions for competing in the first LIV Golf Series event are rescinded by 5pm on Friday. pic.twitter.com/9YpeexhC6a— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 30, 2022 „Í síðustu samskiptum okkar við Hr. Pelley sagði hann að allt sem við gerum í lífinu hafi afleiðingar,“ segir í bréfinu og er þá átt við Keith Pelley, forstjóra Evrópumótaraðarinnar. „Við erum sammála því og við höfum áhyggjur af því að það sem Evrópumótaröðin gerði okkur, LIV-mótaröðinni og golfi í heild, muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Evrópumótaröðina. Mótaröð sem okkur þykir mjög vænt um, þrátt fyrir samskipti okkar við hana seinustu daga. Markmið þessa bréfs er ekki að sundra okkur frekar, heldur til að svara yfirlýsingum mótaraðarinnar og spyrja hana spurninga sem við viljum fá svar við og þurfum að ræða í þaula. Í stað þess að eyða tíma, orku, fjármunum og einbeitingu í áfrýjanir, lögbönn og kærur, þá biðjum við ykkur, forráðamenn Evrópumótaraðarinnar, að endurskoða nýlegar refsingar og refsiaðgerðir, og biðjum ykkur frekar að einbeita ykkur að því að greiða leið fram á við sem mun nýtast meðlimum Evrópumótaraðarinnar og golfi í heild. Að lokum biðjum við ykkur að afturkalla sektirnar og bönnin fyrir klukkan 17:00, föstudaginn 1. júlí 2022. Að auki þá teljum við yfir fimm prósent af meðlimum Evrópumótaraðarinnar og samkvæmt samþykktum hennar köllum við eftir því að þið boðið til fundar með meðlimum mótaraðarinnar til að ræða þessi mikilvægu mál. Ef ekki, neyðumst við til þess að grípa til annarra aðgerða sem okkur standa til boða til að leiðrétta þetta ranglæti,“ sekir að lokum í bréfinu. Talsmaður Evrópumótaraðarinnar hefur staðfest að bréfið hafi borist og að vænta megi svars við því í dag. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Meðal þessara sextán kylfinga eru nöfn á borð við Ian Poulter og Lee Westwood, en hver og einn þeirra var sektaður um rúmar sextán milljónir króna. Þá var þeim einnig bannað að taka þátt í Genesis Scottish Open mótinu, ásamt tveimur öðrum mótum sem haldin eru í samstarfi við PGA-mótaröðina. Kylfingarnir sextán sendu frá sér opið bréf þar sem þeir biðja Evópumótaröðina að endurskoða refsingarnar. Þá vilja þeir einnig meina að eftir að sambandið milli Evrópumótaraðarinnar og PGA-mótaraðarinnar styrktist hafi Evrópumótaröðin þurft að víkja að einhverju leiti fyrir PGA-mótaröðinni. 16 players have threatened the DP World Tour with legal action unless the sanctions for competing in the first LIV Golf Series event are rescinded by 5pm on Friday. pic.twitter.com/9YpeexhC6a— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 30, 2022 „Í síðustu samskiptum okkar við Hr. Pelley sagði hann að allt sem við gerum í lífinu hafi afleiðingar,“ segir í bréfinu og er þá átt við Keith Pelley, forstjóra Evrópumótaraðarinnar. „Við erum sammála því og við höfum áhyggjur af því að það sem Evrópumótaröðin gerði okkur, LIV-mótaröðinni og golfi í heild, muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Evrópumótaröðina. Mótaröð sem okkur þykir mjög vænt um, þrátt fyrir samskipti okkar við hana seinustu daga. Markmið þessa bréfs er ekki að sundra okkur frekar, heldur til að svara yfirlýsingum mótaraðarinnar og spyrja hana spurninga sem við viljum fá svar við og þurfum að ræða í þaula. Í stað þess að eyða tíma, orku, fjármunum og einbeitingu í áfrýjanir, lögbönn og kærur, þá biðjum við ykkur, forráðamenn Evrópumótaraðarinnar, að endurskoða nýlegar refsingar og refsiaðgerðir, og biðjum ykkur frekar að einbeita ykkur að því að greiða leið fram á við sem mun nýtast meðlimum Evrópumótaraðarinnar og golfi í heild. Að lokum biðjum við ykkur að afturkalla sektirnar og bönnin fyrir klukkan 17:00, föstudaginn 1. júlí 2022. Að auki þá teljum við yfir fimm prósent af meðlimum Evrópumótaraðarinnar og samkvæmt samþykktum hennar köllum við eftir því að þið boðið til fundar með meðlimum mótaraðarinnar til að ræða þessi mikilvægu mál. Ef ekki, neyðumst við til þess að grípa til annarra aðgerða sem okkur standa til boða til að leiðrétta þetta ranglæti,“ sekir að lokum í bréfinu. Talsmaður Evrópumótaraðarinnar hefur staðfest að bréfið hafi borist og að vænta megi svars við því í dag.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira