Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2022 10:25 Mynd: Björn Hlynur Pétursson Nú er hafinn sá mánuður sem skilar oftar en ekki flestum löxum á land enda er þetta aðaltíminn í laxveiðiánum. Samantekt á veiðitölum fyrir júnímánuð fram til 29. júní liggur fyrir á vef Landssambands Veiðifélaga og það er svo sem ekki margt sem kemur þar á óvart. Urriðafoss er komin í 341 lax og miðað við hvað það gengur vel þar á bæ má reikna með að eftir viku eða tíu daga í viðbót verður 50% af heildarveiðitölu sumarsins 2021 náð og þá nokkuð líklegt að veiðin fari yfir 1.000 laxa í sumar á fjórar stangir sem er fantagóð veiði. Þverá og Kjarrá hafa verið að koma til og þá sérstaklega Kjarrá en samanlögð veiði úr ánum er komin í 211 laxa. Norðurá er líka búin að eiga góðan sprett og er komin í 206 laxa. Haffjarðará er síðan í fjórða sæti með 123 laxa og óvænta útsplilið er svo að sjá Flókadalsá með 87 laxa og er hún þá með betri veiði hingað til en Miðfjarðará, Laxáí Leirársveit og Laxá í Kjós sem dæmi. Þær eiga nú líklega nóg inni svo þetta er bara eins og staðan er núna. Vonbrigðin ennþá er kannski helst Blanda sem hefur bara náð 40 löxum í sumar og það er nokkuð vafalaust lélegasta veiðin sem hefur sést í þessari á. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði
Samantekt á veiðitölum fyrir júnímánuð fram til 29. júní liggur fyrir á vef Landssambands Veiðifélaga og það er svo sem ekki margt sem kemur þar á óvart. Urriðafoss er komin í 341 lax og miðað við hvað það gengur vel þar á bæ má reikna með að eftir viku eða tíu daga í viðbót verður 50% af heildarveiðitölu sumarsins 2021 náð og þá nokkuð líklegt að veiðin fari yfir 1.000 laxa í sumar á fjórar stangir sem er fantagóð veiði. Þverá og Kjarrá hafa verið að koma til og þá sérstaklega Kjarrá en samanlögð veiði úr ánum er komin í 211 laxa. Norðurá er líka búin að eiga góðan sprett og er komin í 206 laxa. Haffjarðará er síðan í fjórða sæti með 123 laxa og óvænta útsplilið er svo að sjá Flókadalsá með 87 laxa og er hún þá með betri veiði hingað til en Miðfjarðará, Laxáí Leirársveit og Laxá í Kjós sem dæmi. Þær eiga nú líklega nóg inni svo þetta er bara eins og staðan er núna. Vonbrigðin ennþá er kannski helst Blanda sem hefur bara náð 40 löxum í sumar og það er nokkuð vafalaust lélegasta veiðin sem hefur sést í þessari á. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði