Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2022 20:00 Mæðgurnar Fadia og Hor Radwan eru frá Palestínu en flúðu stríðsástandið þar til Grikklands. Þaðan komust þær til Íslands fyrir sjö mánuðum. Vísir/Dúi Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi. Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira