Rudy Gobert skipt til Minnesota Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 14:15 Rudy Gobert skilar boltanum í körfuna gegn Boston Getty Images Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves. Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira