Rudy Gobert skipt til Minnesota Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 14:15 Rudy Gobert skilar boltanum í körfuna gegn Boston Getty Images Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves. Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar. NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar.
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira