Nóg af lausum plássum í leikskólanum í Neskaupstað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júlí 2022 08:16 Leikskólabörn í Neskaupstað en þar er nóg pláss fyrir ný börn því skólinn tekur 120 börn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri í Neskaupstað auglýsir eftir fleiri börnum í leikskóla staðarins því þar sé nóg af lausum plássum. Leikskólinn er í nýju og glæsilegu húsnæði fyrir 120 börn. Neskaupstaður er mjög fallegt bæjarfélag þar sem lífið gengur meira og minna út á sjávarútveg enda flott sjávarútvegsfyrirtæki á staðnum eins og Síldarvinnslan. Þá er fjórðungssjúkrahús í bæjarfélaginu, verkmenntaskóli, flottur grunnskóli, tónlistarskóli, leikskóli og svona væri hægt að telja upp lengi, lengi. Þá er öflug ferðaþjónusta á staðnum með hótelum og veitingastöðum. Íbúar staðarins hrósa honum í hástert og segja að það sé hvergi betra að búa á Íslandi en í Neskaupstað. „Þetta er öruggt svæði að búa á. Alltaf veðurblíða, hiti og sól og skemmtilegt fólk,“ segir Jeff Klemensen. Jeffa Kemensen frá Danmörku er alsæll með að búa í Neskaupstað og segir fólkið þar skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég myndi segja að það væri nálægðin við náttúruna hérna, sjóinn og fjöllin. Fólkið hérna og svo erum við með ótrúlega heppin með stór og góð fyrirtæki hérna, sem hafa gert góða hluti,“ segir Jóhanna Smáradóttir. Jóhanna Smáradóttir. segir að mikið af stórum og flottum fyrirtækjum sé í Neskaupstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég myndi segja umhverfið og fólkið og frelsið, sem börnin okkar fá og bara nálægðin við hafið,“ segir Rannveig Hrund Ólafsdóttir. Rannveig Hrund Ólafsdóttir er mjög ánægð með að búa í Neskaupstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég myndi segja að veðrið væri best, svona þegar það er gott en þegar það er vont er það það vesta við bæinn. Það skiptir engu máli hvar maður er, það er alls staðar gott að vera,“ segir Ásmundur Páll Hjaltason. Ásmundur Páll Hjaltason hrósar staðnum fyrir gott veður þó stundum geti líka veriið vont veður.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fjöllin og fólkið og það er samkennd hérna á meðal íbúa. Ég er búin að búa hér í 38 ár, þannig að mér finnst bara yndislegt að búa hérna,“ segir Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri. Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri, sem hefur búið í Neskaupstað í 38 ár og vill hvergi annars staðar vera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu með fullan leikskóla af börnum eða? „Nei, þau mættu vera miklu fleiri, þeim hefur bara fækkað eftir að við vorum í gamla leikskólanum og komum hingað niður eftir í þennan leikskóla og höfum nóg pláss. Ég bara hvet alla, sem eru einhvers staðar að leita sér af leikskólaplássi fyrir börnin sín að koma hingað, hér er nóg pláss í Neskaupstað.“ Hressar og skemmtilegar stelpur í vinnuskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hressir og skemmtilegir strákar í vinnuskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjarðabyggð Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Neskaupstaður er mjög fallegt bæjarfélag þar sem lífið gengur meira og minna út á sjávarútveg enda flott sjávarútvegsfyrirtæki á staðnum eins og Síldarvinnslan. Þá er fjórðungssjúkrahús í bæjarfélaginu, verkmenntaskóli, flottur grunnskóli, tónlistarskóli, leikskóli og svona væri hægt að telja upp lengi, lengi. Þá er öflug ferðaþjónusta á staðnum með hótelum og veitingastöðum. Íbúar staðarins hrósa honum í hástert og segja að það sé hvergi betra að búa á Íslandi en í Neskaupstað. „Þetta er öruggt svæði að búa á. Alltaf veðurblíða, hiti og sól og skemmtilegt fólk,“ segir Jeff Klemensen. Jeffa Kemensen frá Danmörku er alsæll með að búa í Neskaupstað og segir fólkið þar skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég myndi segja að það væri nálægðin við náttúruna hérna, sjóinn og fjöllin. Fólkið hérna og svo erum við með ótrúlega heppin með stór og góð fyrirtæki hérna, sem hafa gert góða hluti,“ segir Jóhanna Smáradóttir. Jóhanna Smáradóttir. segir að mikið af stórum og flottum fyrirtækjum sé í Neskaupstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég myndi segja umhverfið og fólkið og frelsið, sem börnin okkar fá og bara nálægðin við hafið,“ segir Rannveig Hrund Ólafsdóttir. Rannveig Hrund Ólafsdóttir er mjög ánægð með að búa í Neskaupstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég myndi segja að veðrið væri best, svona þegar það er gott en þegar það er vont er það það vesta við bæinn. Það skiptir engu máli hvar maður er, það er alls staðar gott að vera,“ segir Ásmundur Páll Hjaltason. Ásmundur Páll Hjaltason hrósar staðnum fyrir gott veður þó stundum geti líka veriið vont veður.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fjöllin og fólkið og það er samkennd hérna á meðal íbúa. Ég er búin að búa hér í 38 ár, þannig að mér finnst bara yndislegt að búa hérna,“ segir Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri. Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri, sem hefur búið í Neskaupstað í 38 ár og vill hvergi annars staðar vera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu með fullan leikskóla af börnum eða? „Nei, þau mættu vera miklu fleiri, þeim hefur bara fækkað eftir að við vorum í gamla leikskólanum og komum hingað niður eftir í þennan leikskóla og höfum nóg pláss. Ég bara hvet alla, sem eru einhvers staðar að leita sér af leikskólaplássi fyrir börnin sín að koma hingað, hér er nóg pláss í Neskaupstað.“ Hressar og skemmtilegar stelpur í vinnuskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hressir og skemmtilegir strákar í vinnuskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjarðabyggð Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira