Verstappen gefur lítið fyrir baulið á Silverstone Árni Jóhansson skrifar 3. júlí 2022 10:31 Max Verstappen heyrði baulið en gaf lítið fyrir það GETTY IMAGES Max Verstappen verður á öðrum ráspól í Breska kappakstrinum sem fram fer í dag. Í viðtali eftir tímatökuna í gær var mikið baulað á kappann af áhorfendum en hann og Lewis Hamilton, uppáhald heimamanna, tókust harkalega á um heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrra. Á síðasta keppnistímabili þegar Breski kappaksturinn fór fram lentu Verstappen og Hamilton í árekstri sem varð til þess að sá fyrrnefndi þurfti að hætta og leiddi til sigurs Hamilton. Tímabilið endaði svo með miklum látum þegar gerðar voru breytingar á því hvernig öryggisbíllinn verkaði sem gerði það að verkum að Verstappen lyfti heimsmeistaratitli ökuþóra. Stuðningsmenn Hamilton muna eftir því og eru enn súrir með það og létu tilfinningar sínar í ljós með bauli eins og áður segir. Verstappen telur að ekkert sé við því að gera að fólk bauli á sig en að væru vonbrigði vegna þess að það væri erfitt að heyra spurningarnar. „Ef þau vilja baula þá gera þau það. Það breytir engu fyrir mig. Ég er alltaf glaður að vera hérna þar sem þetta er frábær braut og frábært andrúmsloft. Mögulega líkar fólki ekki við mig og það er allt í lagi. Það hafa allir sína skoðun og mér er alveg sama.“ Baulað var á Hamilton af stuðningsmönnum Verstappen í Ungverjalandi en Verstappen telur það ekki vera sitt hlutverk að segja aðdáendum sínum hvernig þeir eigi að haga sér. Hann væri þó ekki sammála því að það ætti að baula. Mikið var fagnað þegar Verstappen sneri bílnum sínum í lokahluta tímatökunnar í gær. Verstappen throwing a 360° into the mix! #BritishGP #F1 pic.twitter.com/KM8WEOKM1o— Formula 1 (@F1) July 2, 2022 Í gær sagði Hamilton: „Við þurfum ekki á þessu að halda því við ættum öll að vera hérna til að hvetja hvern annan áfram og þrýsta á hvern annan til að gera vel. Ég er samt ánægður með stuðninginn og mögulega eru einhverjir þarna úti sem eru enn súrir eftir síðasta tímabil.“ Liðstjóri Mercedes var ekki ánægður með baulið og sagði það vera óíþróttamannslegt. „Mér finnst þetta vera óíþróttamannslegt. Það er augljóst að við elskum stuðninginn sem við fáum en ef þér líkar ekki við hina ökumennina hafðu þá bara hljóð. Ég held að það væri best. Ég er á þeirri skoðun að enginn ökumaður eigi skilið að fá baulið og það er alveg sama hvað gerðist á síðasta tímabili og hver sem keppnin er.“ Formúla Tengdar fréttir Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. 12. desember 2021 15:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Á síðasta keppnistímabili þegar Breski kappaksturinn fór fram lentu Verstappen og Hamilton í árekstri sem varð til þess að sá fyrrnefndi þurfti að hætta og leiddi til sigurs Hamilton. Tímabilið endaði svo með miklum látum þegar gerðar voru breytingar á því hvernig öryggisbíllinn verkaði sem gerði það að verkum að Verstappen lyfti heimsmeistaratitli ökuþóra. Stuðningsmenn Hamilton muna eftir því og eru enn súrir með það og létu tilfinningar sínar í ljós með bauli eins og áður segir. Verstappen telur að ekkert sé við því að gera að fólk bauli á sig en að væru vonbrigði vegna þess að það væri erfitt að heyra spurningarnar. „Ef þau vilja baula þá gera þau það. Það breytir engu fyrir mig. Ég er alltaf glaður að vera hérna þar sem þetta er frábær braut og frábært andrúmsloft. Mögulega líkar fólki ekki við mig og það er allt í lagi. Það hafa allir sína skoðun og mér er alveg sama.“ Baulað var á Hamilton af stuðningsmönnum Verstappen í Ungverjalandi en Verstappen telur það ekki vera sitt hlutverk að segja aðdáendum sínum hvernig þeir eigi að haga sér. Hann væri þó ekki sammála því að það ætti að baula. Mikið var fagnað þegar Verstappen sneri bílnum sínum í lokahluta tímatökunnar í gær. Verstappen throwing a 360° into the mix! #BritishGP #F1 pic.twitter.com/KM8WEOKM1o— Formula 1 (@F1) July 2, 2022 Í gær sagði Hamilton: „Við þurfum ekki á þessu að halda því við ættum öll að vera hérna til að hvetja hvern annan áfram og þrýsta á hvern annan til að gera vel. Ég er samt ánægður með stuðninginn og mögulega eru einhverjir þarna úti sem eru enn súrir eftir síðasta tímabil.“ Liðstjóri Mercedes var ekki ánægður með baulið og sagði það vera óíþróttamannslegt. „Mér finnst þetta vera óíþróttamannslegt. Það er augljóst að við elskum stuðninginn sem við fáum en ef þér líkar ekki við hina ökumennina hafðu þá bara hljóð. Ég held að það væri best. Ég er á þeirri skoðun að enginn ökumaður eigi skilið að fá baulið og það er alveg sama hvað gerðist á síðasta tímabili og hver sem keppnin er.“
Formúla Tengdar fréttir Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. 12. desember 2021 15:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. 12. desember 2021 15:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti