Verstappen gefur lítið fyrir baulið á Silverstone Árni Jóhansson skrifar 3. júlí 2022 10:31 Max Verstappen heyrði baulið en gaf lítið fyrir það GETTY IMAGES Max Verstappen verður á öðrum ráspól í Breska kappakstrinum sem fram fer í dag. Í viðtali eftir tímatökuna í gær var mikið baulað á kappann af áhorfendum en hann og Lewis Hamilton, uppáhald heimamanna, tókust harkalega á um heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrra. Á síðasta keppnistímabili þegar Breski kappaksturinn fór fram lentu Verstappen og Hamilton í árekstri sem varð til þess að sá fyrrnefndi þurfti að hætta og leiddi til sigurs Hamilton. Tímabilið endaði svo með miklum látum þegar gerðar voru breytingar á því hvernig öryggisbíllinn verkaði sem gerði það að verkum að Verstappen lyfti heimsmeistaratitli ökuþóra. Stuðningsmenn Hamilton muna eftir því og eru enn súrir með það og létu tilfinningar sínar í ljós með bauli eins og áður segir. Verstappen telur að ekkert sé við því að gera að fólk bauli á sig en að væru vonbrigði vegna þess að það væri erfitt að heyra spurningarnar. „Ef þau vilja baula þá gera þau það. Það breytir engu fyrir mig. Ég er alltaf glaður að vera hérna þar sem þetta er frábær braut og frábært andrúmsloft. Mögulega líkar fólki ekki við mig og það er allt í lagi. Það hafa allir sína skoðun og mér er alveg sama.“ Baulað var á Hamilton af stuðningsmönnum Verstappen í Ungverjalandi en Verstappen telur það ekki vera sitt hlutverk að segja aðdáendum sínum hvernig þeir eigi að haga sér. Hann væri þó ekki sammála því að það ætti að baula. Mikið var fagnað þegar Verstappen sneri bílnum sínum í lokahluta tímatökunnar í gær. Verstappen throwing a 360° into the mix! #BritishGP #F1 pic.twitter.com/KM8WEOKM1o— Formula 1 (@F1) July 2, 2022 Í gær sagði Hamilton: „Við þurfum ekki á þessu að halda því við ættum öll að vera hérna til að hvetja hvern annan áfram og þrýsta á hvern annan til að gera vel. Ég er samt ánægður með stuðninginn og mögulega eru einhverjir þarna úti sem eru enn súrir eftir síðasta tímabil.“ Liðstjóri Mercedes var ekki ánægður með baulið og sagði það vera óíþróttamannslegt. „Mér finnst þetta vera óíþróttamannslegt. Það er augljóst að við elskum stuðninginn sem við fáum en ef þér líkar ekki við hina ökumennina hafðu þá bara hljóð. Ég held að það væri best. Ég er á þeirri skoðun að enginn ökumaður eigi skilið að fá baulið og það er alveg sama hvað gerðist á síðasta tímabili og hver sem keppnin er.“ Formúla Tengdar fréttir Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. 12. desember 2021 15:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Á síðasta keppnistímabili þegar Breski kappaksturinn fór fram lentu Verstappen og Hamilton í árekstri sem varð til þess að sá fyrrnefndi þurfti að hætta og leiddi til sigurs Hamilton. Tímabilið endaði svo með miklum látum þegar gerðar voru breytingar á því hvernig öryggisbíllinn verkaði sem gerði það að verkum að Verstappen lyfti heimsmeistaratitli ökuþóra. Stuðningsmenn Hamilton muna eftir því og eru enn súrir með það og létu tilfinningar sínar í ljós með bauli eins og áður segir. Verstappen telur að ekkert sé við því að gera að fólk bauli á sig en að væru vonbrigði vegna þess að það væri erfitt að heyra spurningarnar. „Ef þau vilja baula þá gera þau það. Það breytir engu fyrir mig. Ég er alltaf glaður að vera hérna þar sem þetta er frábær braut og frábært andrúmsloft. Mögulega líkar fólki ekki við mig og það er allt í lagi. Það hafa allir sína skoðun og mér er alveg sama.“ Baulað var á Hamilton af stuðningsmönnum Verstappen í Ungverjalandi en Verstappen telur það ekki vera sitt hlutverk að segja aðdáendum sínum hvernig þeir eigi að haga sér. Hann væri þó ekki sammála því að það ætti að baula. Mikið var fagnað þegar Verstappen sneri bílnum sínum í lokahluta tímatökunnar í gær. Verstappen throwing a 360° into the mix! #BritishGP #F1 pic.twitter.com/KM8WEOKM1o— Formula 1 (@F1) July 2, 2022 Í gær sagði Hamilton: „Við þurfum ekki á þessu að halda því við ættum öll að vera hérna til að hvetja hvern annan áfram og þrýsta á hvern annan til að gera vel. Ég er samt ánægður með stuðninginn og mögulega eru einhverjir þarna úti sem eru enn súrir eftir síðasta tímabil.“ Liðstjóri Mercedes var ekki ánægður með baulið og sagði það vera óíþróttamannslegt. „Mér finnst þetta vera óíþróttamannslegt. Það er augljóst að við elskum stuðninginn sem við fáum en ef þér líkar ekki við hina ökumennina hafðu þá bara hljóð. Ég held að það væri best. Ég er á þeirri skoðun að enginn ökumaður eigi skilið að fá baulið og það er alveg sama hvað gerðist á síðasta tímabili og hver sem keppnin er.“
Formúla Tengdar fréttir Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. 12. desember 2021 15:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. 12. desember 2021 15:00