Innlent

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Prestur dagsins var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í útiguðsþjónustunni í Arnarbæli í Ölfusi, sem tókst einstaklega vel.
Prestur dagsins var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í útiguðsþjónustunni í Arnarbæli í Ölfusi, sem tókst einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenni kom saman í útimessu í Arnarbæli í Ölfusi í dag í góðu veðri. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiddi söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Boðið var upp á messukaffi í lok guðsþjónustunnar.

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 og síðasta kirkja þar var ofan tekin 1909, þegar Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar og ný kirkja byggð á Kotströnd. Arnarbæli var prestssetur til 1942.

Útimessan tókst einstaklega vel, enda veður gott og allir í sumarskapi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Boðið var upp á messukaffi í lok athafnarinnar þar sem spjallað var við prestinn og skemmtilegar sögur sagðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Vinkonur úr Hveragerði, sem mættu kátar og hressar í útimessuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ein útimessa er haldin á sumri í Arnarbæli í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×