Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem flóð skella á borginni en úrkoman síðustu fjóra daga í sumum hverfum borgarinnar hefur jafnast á við átta mánaða úrkomu í meðalári. Vegir eru ófærir, hús eru víða á kafi og þúsundir borgarbúa eru án rafmagns. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.
Flóð hafa leitt til tuttugu dauðsfalla í Ástralíu á þessu ári en flóðin skýrast af veðurfyrirbrigðinu La Niña en verst hefur ástandið verið í Nýja Suður Wales en Sydney er höfuðborg svæðisins.
Vonast er til að það dragi úr rigningunum í Sydney í dag en veðurspáin gerir þá ráð fyrir roki, sem gæti aukið enn á vanda björgunarliða.