Enski boltinn

Sam­herji Dag­nýjar og skærasta stjarna Tékk­lands til liðs við Eng­lands­meistarana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kateřina Svitková og Dagný Brynjarsdóttir hafa verið samherjar undanfarið ár en á því verður breyting á næstu leiktíð. 
Kateřina Svitková og Dagný Brynjarsdóttir hafa verið samherjar undanfarið ár en á því verður breyting á næstu leiktíð.  Nick Potts/Getty Images

Englandsmeistarar Chelsea hafa samið við tékknesku landsliðskonuna Kateřina Svitková til þriggja ára. Hún segir æskudraum vera að rætast en Svitková spilaði síðast með Dagnýju Brynjarsdóttur hjá West Ham United.

Svitková gekk í raðir West Ham fyrir tveimur árum síðan og hefur nú fengið æskudraum sinn uppfylltan. Samningur hennar við Hamranna var runninn út og því fer hún á frjálsri sölu til Chelsea.

„Chelsea er besta félag í heimi, allt mitt líf hef ég viljað vinna allt sem í boði er. Saga mín er frekar einföld: fjölskylda mín er fótbolta-fjölskylda. Foreldrar mínir ákváðu að setja mig í fótbolta og sjá hvað myndi gerast. Ég elskaði það og líf mitt hefur snúist um fótbolta síðan. Þetta er draumurinn minn og hann er að rætast,“ Svitková um vistaskiptin.

Chelsea stóð uppi sem Englandsmeistari eftir harða baráttu við Arsenal á síðustu leiktíð á meðan West Ham endaði í 6. sæti.

Hin 26 ára gamla Svitková hefur átt fast sæti í liði Tékklands í áraraðir. Alls hefur hún spilað 47 A-landsleiki og skorað í þeim 21 mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×